Færsluflokkur: Bloggar

Bandaríkjablogg 7


Sendið fréttamenn á málfræðinámskeið!!!

Ég hef stundum verið að kvarta yfir málfræðikunnáttu fréttamanna á mbl.is. Núna keyrir um þverbak. Hér er ein setning úr þessari frétt:
Seinasta vetur var gert tilraun með að bjóða öllum námsmönnum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað sérðu margar villur?
Seinasta vetur.... frekar barnalegt... væri ekki fallegra að segja síðastliðinn vetur eða í fyrravetur?
Var gert tilraun. Hér er fréttamaður kynvilltur. Er ekki tilraun kvenkyns orð? "Var gerð tilraun" er réttara.
með að... Þetta ber vott um að fréttamaðurinn hefur ekki hugmynd um hvaða forsetning passar þarna.
Hér er setningin eins og ég myndi skrifa hana:
Í fyrravetur var gerð tilraun sem fólst í því að bjóða námsmönnum frítt í strætó
eða
Í fyrravetur var gerð tilraun til að bjóða námsmönnum frítt í strætó
Fer eftir því hver meiningin með setningunni er.

Lifið heil.


mbl.is Segja þvert nei við kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjablogg 6


Fimmta Bandaríkjablogg


4. Bandaríkjablogg


Þriðja bandaríkjablogg


Annað vídjóblogg


vídjóblogg hið fyrsta


Nokkrar myndir

Hér eru nokkrar myndir frá því að ég var á göngu á háskólasvæðinu. Þetta er mjög útbreitt svæði, en þetta er fallegasti hlutinn og sá hluit svæðisins sem ég mun eyða mestum tíma á þessa önnina. Það er skemmtilegt frá því að segja að það er lítil verslanamiðstöð vinstra megin við Old Capitol, sem hefur að geyma, auk verslana, skrifstofur og skólastofur :P Þessar myndir eru líka í myndaalbúmi neðar á síðunni
Göngugata inn á milli skólabyggingaOld CapitolSkólinn minn

Komin til Kanalands

Jæja, þá er komið að því! Ég er loksins komin til Iowa City! Um helgina var ég með fjölskyldu stelpu sem ég hitti á Couchsurfing.com. Það var farið í pikknikk og brúðargjafasturtu (bridal shower) og ég hjálpaði til við undirbúninginn. Ég fékk smá heimþrá í gær, en ég held ég haldi þetta nokkuð vel út, svona fyrst ég er komin með eigin herbergi í Summit-húsinu og að byrja í skólanum og svona. Það tekur mig um 15 mínútur að ganga í skólann, alveg bein leið. Konan sem sér um skiptinemana er svaka fín og hjálpleg. Þegar ég kom í herbergið mitt í gærkvöldi, um hálf tólf, var ekkert þar inni nema tvö teppi á gólfinu, og ekkert flugnanet fyrir glugganum. En einn íbúinn hjálpaði mér að ná í dýnu, boxdýnu og ramma úr kjallaranum og annar hjálaði mér að ná í flugnanet sem passaði næstum fyrir gluggann og teipaði fyrir restina... nú þarf ég ekki að hafa ánhyggjur af moskítóófétunum :P
Þetta lítur semsagt allt mjög vel út. Ég fæ lánuð fleiri húsgögn, sjálfsagt í kvöld, íslenskur maður sem býr hér ætlar að hjálpa mér að verða mér úti um nauðsynjar sem ekki er hægt að fá í miðbænum, vonandi á morgun, og ég á tíma hjá námsráðgjafa á eftir, kl 13, eða 18 að ísleskum tíma.
Þartil síðar... ég ætla að reyna að vídjóblogga... lofa þó engu!
Kv. Vala

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband