Áfall fyrir íslensku þjóðina

Þegar ég vaknaði um hálf tólf "í morgun" var mig búið að vera að dreyma að það yrðu stjórnarskipti á Íslandi. Það var fylgdi því þess vegna ákveðin spenna að opna tölvuna og fletta upp á mbl.is og varð ég fyrir tiltölulega miklum vonbrigðum með úrslitin. Mig grunar að ekkert muni breytast, stjórnarflokkarnir munu halda áfram í gamla farinu, senda landið til heljar með því að auka mengun, virkja allt sem hægt er að virkja og hundsa stjórnarandstöðuna. Ég verð víst að klára námið mitt í flýti svo ég þurfi ekki að fara að borga mörghundruðþúsund krónur fyrir það og taka enn eitt lánið til að geta skráð mig í skólann. Ég held ég gangi með svart sorgarband í dag... nema ég á ekkert svart sorgarband...


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SIGUR FYRIR LÝÐRÆÐIÐ er það ekki það sem menn segja þegar þeir vinna?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband