Sendið fréttamenn á málfræðinámskeið!!!

Ég hef stundum verið að kvarta yfir málfræðikunnáttu fréttamanna á mbl.is. Núna keyrir um þverbak. Hér er ein setning úr þessari frétt:
Seinasta vetur var gert tilraun með að bjóða öllum námsmönnum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað sérðu margar villur?
Seinasta vetur.... frekar barnalegt... væri ekki fallegra að segja síðastliðinn vetur eða í fyrravetur?
Var gert tilraun. Hér er fréttamaður kynvilltur. Er ekki tilraun kvenkyns orð? "Var gerð tilraun" er réttara.
með að... Þetta ber vott um að fréttamaðurinn hefur ekki hugmynd um hvaða forsetning passar þarna.
Hér er setningin eins og ég myndi skrifa hana:
Í fyrravetur var gerð tilraun sem fólst í því að bjóða námsmönnum frítt í strætó
eða
Í fyrravetur var gerð tilraun til að bjóða námsmönnum frítt í strætó
Fer eftir því hver meiningin með setningunni er.

Lifið heil.


mbl.is Segja þvert nei við kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

AAAAH!!! Ég meina UM þverbak, UM!!! Argh!!! :P

Rúna Vala, 21.9.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Rúna Vala

Ég er allavega ekki fréttamaður á mbl.i ;)

Rúna Vala, 21.9.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Rúna Vala

Hah, búin að laga. Batnandi englum er best að lifa, ekki satt?

Rúna Vala, 21.9.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Rúna Vala

Sem fyrirsögn þá? Jú, það gæti virkað.

Hvað þýðir að reiða ekki vitið í þverpokum? :S Ég get ímyndað mér að það þýði að stíga ekki í vitið.

Rúna Vala, 21.9.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ha ha ha , það er búið að laga orðalagið! Allt nema "seinasta vetur".

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 21.9.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Vitringur

"Fer eftir því hver meiningin með setningunni er."

1. Í þessa setingu vantar frumlag.

2. Setningar hafa merkingu, ekki meiningu.

Hér er setningin eins og ég myndi skrifa hana:

"Það fer eftir því hver merking setningarinnar er."

Þá bendi ég einnig á að rétt er að hafa punkt á eftir setningu.

Djö... er ég vitur!

Vitringur, 22.9.2008 kl. 00:08

7 Smámynd: Rúna Vala

Ég er sammála. Ég horfði á þessa setningu áður en ég setti hana inn og hugsaði: þetta er slæm setning. Samt setti ég hana inn...

Rúna Vala, 22.9.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Rúna Vala

Hvað um það, það er gaman að geta haft áhrif og fréttamaðurinn sem skrifaði þessa frétt fær punkt hjá mér fyrir að fara eftir ábedingum.

Rúna Vala, 22.9.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband