Kommufrensí!

Mér finnst það mætti nú aðeins minnka kommunotkun í þessari frétt. Það er beinlínis óþægilegt að lesa seinni hluta hennar vegna þess að það eru kommur út um allt! Mér fannst þörf á að minnast á þetta því það er mjög algengt hjá fréttamönnum mbl.is að kommur í texta þeirra hreinlega spilli fréttinni og trufli lestur á henni. Annars er alveg nóg af fólki sem bloggar um innihald fréttarinnar.

"Ólafur Ragnar sagði eftir fund með Ingibjörgu og Steingrími, að hans niðurstaða, eftir viðræður við formenn flokkanna í gær, hefði verið, að ekki væri grundvöllur, að svo komnu máli, til að hefja viðræður um samstarf allra flokka, sem stundum hefur verið nefnd þjóðstjórn. Hann bætti við, að sögulega séð hafi þó stjórn sem bar það heiti fyrir 60 árum, ekki verið stjórn allra flokka."

Vissulega eiga sumar kommurnar rétt á sér, en mér finnst að blaðamaðurinn ætti að fara yfir reglur um kommunotkun. 


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl,

 Reglur um kommunotkun eru nú síður en svo stöðugur fasti..meðan ég var í skóla breyttust þær að minnsta kosti fjórum sinnum. Sú notkun sem þarna gefur að líta, er nokkuð lík þeirri sem ég nam fyrst, þó vissulega hafi maður eitthvað aðlagast því sem nú er í tísku í þeim efnum.  Ef til vill er þetta nostalgía hjá blaðamanni, sem sér eftir gömlu kommureglunum, þegar kommurnar voru miklu fleiri en nú þykir til siðs.  Ef til vill hefur hann bara haldið sig við þær reglur sem honum voru kenndar í skóla á sínum tíma.  Ekki það að þetta skipti neinu höfuðmáli.  Mig langaði bara að benda á þetta.  Sumir skrifa t.d. enn með z og þykir flott. 

Hrólfur Sæmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Rúna Vala

Þakka þér fyrir þessa athugasmd, Hrólfur. Sjálfri finnst mér að notkun komma ætti ekki að eyðileggja flæði texta. Mér finnst það líka benda til ofnotkunar á kommum þegar þær eru það eina sem maður teku eftir í fréttinni.

Rúna Vala, 28.1.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband