Eirbyggja saga

Já, það er gaman að sjá að líflegar og (oft) málefnalegar umræður sköpuðust um mitt síðasta blogg. Þetta sýnir að þetta er mjög mikið hitamál hjá mörgum og að þetta þarf að ræða til hlítar.
En svo að ég breyti nú um umræðuefni, þá var ég að lesa 9. kafla Eirbyggja sögu og gera úr honum smá málvísindaverkefni. Ég ætla að segja ykkur um hvað hann fjallar.

Á Þórsnesþingi voru margir úr ætt Kjalleklina saman komnir og þeim þóttu Þórsnesingar einum of góðir með sig að leifa fólki ekki að míga og skíta hvar sem það vildi því að land þeirra, sem þingið var haldið á, væri eitthvað "merkilegra" eða "heilagra" en lönd annarra. Þeir neituðu að eyða sínum dýrmætu skóm til að ganga út á nes til að gera þarfir sínar. Þorsteinn Þorskabítur safnaði að sér mönnum sem samþykktu að verja landið ef einhverjir myndu ætla að sinna kalli náttúrunnar þar. Um kvöldið, þegar Kjalleklingar voru búnir að éta og drekka fylli sína, gengu þeir í átt að nesinu, en beygðu út af leið áður en þangað var komið. Þegar Þorsteinn og hans menn urðu þess varir hlupu þeir til með stríðsópum og réðust að Kjalleklingum. Þarna varð mikill bardagi og þrátt fyrir að Þorgestur hinn gamli og Áslákur úr Langadal reyndu að stía þeim í sundur, varð mikill mannskaði. Hóparnir skildu í illu og Kjalleklingar fengu ekki að gera þarfir sínar á vellinum, þar sem þeir vildu, heldur fóru um borð í skipið sitt og sigldu burt.

Segið svo að íslendingasögurnar séu leiðinlegar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband