Trúleysingjar (Atheists) koma út úr skápnum.

image
Þetta er merki trúleysingja. Hér til hliðar er líka linkur inn á síðu „út úr skápnum“ baráttunnar. Nýlega fengum við þessa spurningu: En, þurfa trúleysingjar ekki siðferðislegt aðhald, svona eins og boðorðin? Við vorum mjög hissa á að fá þessa spurningu, því þessi einstaklingur er mjög víðsýnn. Þetta opnaði augu mín fyrir því að fólk veit ekki hvað það er að vera trúlaus og veit þess vegna ekki af þessum valkosti. Ég las nýlega hugleiðingu um þetta ástand: að alast upp við trú og vita ekki að það er valkostur að trúa ekki. Sjálf var ég trúuð á yngri árum. Ég skilgreini það sem barnatrú sem entist mér fram á unglingsár. Ég var virk í sunnudagaskólanum og unglingastarfi kirkjunnar, ég var í kirkjukór og ég fermdist, ekki bara (líka, en ekki bara ;)) til að fá gjafirnar, heldur í góðri trú. Ég bað alltaf bænirnar mínar á kvöldin og signaði mig áður en ég fór að sofa. Ef ég gleymdi þessu gat ég ekki sofnað. En þegar tíminn leið spurði ég mig sjálfa mig: af hverju bið ég á hverju kvöldi? Ég trúi ekki á guð. Það tók smá tíma að venjast því að biðja ekki. Ég hafði verið svo vön því að vera virk í þessu starfi en þegar ég varð of gömul fyrir unglingastarfið sá ég að ég var bara þarna fyrir félagsskapinn, sem ég gat vel fengið annarsstaðar. Ég hætti í kirkjukórnum því ég hætti að þola „þessar eilífu Ave Maríur“. Það er til sá valkostur að trúa ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég held að flestir trúi á Guð vegna þess að, eins og þú segir, þeir vita ekki að það sé valkostur að trúa ekki. Þ.e. þeir hafa verið aldir upp við það og það er normið. Svo eru þeir sem trúa vegna þess að þá vantar eitthvað í lífið. Og mér finnst það þá bara allt í lagi. Ég þarf ekki á Guði að halda, ég trúi ekki. Það þýðir samt ekki að ég heiðri ekki boðorðin.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 21.10.2007 kl. 01:20

2 Smámynd: Rúna Vala

Einmitt! Ég ætlaði einmitt að bæta því inn í við þetta komment sem við fengum frá þessum aðila sem ég sagði frá að við HÖFUM siðferðislegt aðhald. Það heitir STJÓRNARSKRÁIN ;)

Rúna Vala, 21.10.2007 kl. 12:03

3 identicon

Upplifði einmitt það sama, trúði útaf vana og var meira að segja í æskulýðs- og barnakórum í fjöldamörg ár. Hef verið utan trúfélaga í 2 og hálft ár núna og er svo alltaf á leið að skrá mig í Siðmennt. Það kemur á endanum ;)

Steinunn (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband