Færsluflokkur: Bloggar

Sumar og sól

Góðan dag börnin góð!

Ég ætla bara

rétt að láta vita af mér... ef það er enn einhver sem les þetta blessaða blogg mitt.

Smá fréttir (nei ég er ekki ólétt):

1: Ég hef látið klippa mig alveg stutt

2: Ég verð að vinna á leikjanámskeiði (sumarfrístund ÍTR) í sumar

3: Við höldum áfram að taka in sófadýr í sumar, sumarið er meira og minna uppbókað.

Hér má finna Google-dagatal yfir sófadýrin okkar, fyrir áhugasama. 

4: Við hjónakornin verðum alfarið á landinu í sumar (ekkert lindýhoppnámskeið í sumar eins og planað var)

5: Ég hef hafið bloggskrif á síðunni http://blog.dohop.com, einu sinni í viku. Hlekk á bloggið má finna í hlekkjasafninu mínu hægra megin á síðunni.

6: Ég hef ákveðið að skrifa eitt ljóð á dag í júní.

Annað hef ég ekki að segja, börnin góð,

 nema: GLEÐILEGT SUMAR!!!

Vala stuttklippta 2


Eirbyggja saga

Já, það er gaman að sjá að líflegar og (oft) málefnalegar umræður sköpuðust um mitt síðasta blogg. Þetta sýnir að þetta er mjög mikið hitamál hjá mörgum og að þetta þarf að ræða til hlítar.
En svo að ég breyti nú um umræðuefni, þá var ég að lesa 9. kafla Eirbyggja sögu og gera úr honum smá málvísindaverkefni. Ég ætla að segja ykkur um hvað hann fjallar.

Á Þórsnesþingi voru margir úr ætt Kjalleklina saman komnir og þeim þóttu Þórsnesingar einum of góðir með sig að leifa fólki ekki að míga og skíta hvar sem það vildi því að land þeirra, sem þingið var haldið á, væri eitthvað "merkilegra" eða "heilagra" en lönd annarra. Þeir neituðu að eyða sínum dýrmætu skóm til að ganga út á nes til að gera þarfir sínar. Þorsteinn Þorskabítur safnaði að sér mönnum sem samþykktu að verja landið ef einhverjir myndu ætla að sinna kalli náttúrunnar þar. Um kvöldið, þegar Kjalleklingar voru búnir að éta og drekka fylli sína, gengu þeir í átt að nesinu, en beygðu út af leið áður en þangað var komið. Þegar Þorsteinn og hans menn urðu þess varir hlupu þeir til með stríðsópum og réðust að Kjalleklingum. Þarna varð mikill bardagi og þrátt fyrir að Þorgestur hinn gamli og Áslákur úr Langadal reyndu að stía þeim í sundur, varð mikill mannskaði. Hóparnir skildu í illu og Kjalleklingar fengu ekki að gera þarfir sínar á vellinum, þar sem þeir vildu, heldur fóru um borð í skipið sitt og sigldu burt.

Segið svo að íslendingasögurnar séu leiðinlegar!


Hyllum hústökufólkið sem hetjur!

Þetta fólk var búið að laga húsið örlítið til og koma af stað starfssemi sem er öllum til góða. Þarna hefði verið hægt að halda pólítíska og ópólítíska fundi, vera með ljóðaupplestur og tónleika, svo eitthvað sé nefnt. Við hjónin íhuguðum að fara þangað niðureftir með húsgögn sem við þurfum ekki á að halda lengur og skilja þau eftir í Fríbúðinni til að aðrir geti notið þeirra. Svæðið er fíknefnalaust og ég geri ráð fyrir að það feli líka í sér áfengi og sígarettur. Ég segi tökum ÖLL þau hús sem standa auð, greinilega til að þau grotni og það „verði“ að rífa þau og byggja nýja glerrisa, og gerum úr þeim samkomustað fólks með háleit markmið en engan stað til að framkvæma þau. Þetta myndi einnig setja mjög heillandi og skemmtilegan svip á miðbæinn.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er hönd um hönd frá hendi til handar

Hér er hönd
um hönd
frá hendi
til handar.

Hér er hestur
um hest
frá hesti
til hests

Blóðsugur björguðu höndinni?

Blóðsugur björguðu hestinum

frá hestinum
frá hendinni

Blóðsugur björguðu HENDINNI.

Takk.


mbl.is Blóðsugur björguðu hendinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommufrensí!

Mér finnst það mætti nú aðeins minnka kommunotkun í þessari frétt. Það er beinlínis óþægilegt að lesa seinni hluta hennar vegna þess að það eru kommur út um allt! Mér fannst þörf á að minnast á þetta því það er mjög algengt hjá fréttamönnum mbl.is að kommur í texta þeirra hreinlega spilli fréttinni og trufli lestur á henni. Annars er alveg nóg af fólki sem bloggar um innihald fréttarinnar.

"Ólafur Ragnar sagði eftir fund með Ingibjörgu og Steingrími, að hans niðurstaða, eftir viðræður við formenn flokkanna í gær, hefði verið, að ekki væri grundvöllur, að svo komnu máli, til að hefja viðræður um samstarf allra flokka, sem stundum hefur verið nefnd þjóðstjórn. Hann bætti við, að sögulega séð hafi þó stjórn sem bar það heiti fyrir 60 árum, ekki verið stjórn allra flokka."

Vissulega eiga sumar kommurnar rétt á sér, en mér finnst að blaðamaðurinn ætti að fara yfir reglur um kommunotkun. 


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjablogg 12.

Síðasta bloggið í röðinni.

Bandaríkjablogg 11


Bandaríkjablogg 10

Ég mundi eftir öðru um LEIÐ og ég slökkti á upptökunni. Það e búið að vera sumarveður hér í heila viku eða svo. Þetta er mjög óvenjulegt fyrir þennan árstíma, en það hefur verið allt upp í 23°C, semsagt bara sumarveður á minn mælikvarða. Hins vegar er mjög haustlegt um að litast, þannig að þetta passar ekki alveg saman fyrir mér.

Bandaríkjablogg 9


Home Coming (Bandaríkjablogg 8).

Ég vil byrja á því að biðjast velvirðingar á stafsetningarvillu í fyrsta texta myndarinnar. "Kanninn" á auðvitað að vera "Kaninn". Ég bara nenni ekki að vera að gera þetta allt upp á nýtt!! Þess má geta að ég nota "Kani" með fullri virðingu fyrir Bandaríkjamönnum. Mér finnst þetta orð vera þess eðlis að hafa öðlast jákvæða, eða allavega hlutlausa merkingu og vera einfaldlega stytting á "Ameríkani" án allrar aukamerkingar sem ku hafa fests við það eftir síðari heimstyrjöld (sbr. Kanamella). Home Coming (eða Homecoming). Skilgreining skv. Wikipediu: Homecoming, welcoming back of former residents and alumni, is a tradition in several universities, colleges and high schools in North America. It usually includes activities for students and alumni, such as sports and culture events and a parade through the streets of the city or town.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband