Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Loforð eða kosningaloforð?

Mér finnst alveg ótrúlegt (þó ekki óeðlilegt, eðli málsins samkvæmt) hvað stjórnarandstöðuflokkarnir finna stjórnarflokkunum allt til foráttu rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru um bætt þetta og bætt hitt. Á sama tíma fara stjórnarflokkarnir fögrum orðum um farsæld, góðæri og blómstrandi efnahag íslensku þjóðarinnar og lofa að halda þeirri stefnu áfram auk þess að bæta allt það sem setið hefur á hakanum undanfarið. Er það bara ég eða er engum trúandi hérna? Fólk lofar og lofar hinu og þessu en verður eitthvað af þessu efnt? Ég segi nú bara eins og í Spaugstofunni: það er munur á loforði og kosningaloforði.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband