Fyrst að ég er farin að blogga á opinberum vetvangi ætla ég að nota tækifærið og andurbirta blogg sem birtist í desember 2005.
Mig hefur alltaf langað til að vera rithöfundur. Þarna hafðið þið það. Ég hef gert margar tilraunir til þess en allar einhvernvegin bara gufað upp. Ég get skrifað ljóð, en bara ef þau þurfa ekki að ríma, og þau þurfa heldur ekki að hafa ákveðinn endi. Draumur minn er að búa í einhverju sólríku landi, helst nálægt vínekru, stunda kaffihúsin í gríð og erg og skrifa pistla fyrir blöð og útvörp. Vandamálið er það að ég veit ekki hvað er áhugavert að skrifa um. Staðreynd: pabbi minn er rithöfundur, það er systir hans líka. Hún hefur meira að segja unnið til bókmenntaverðlauna. Þið sjáið því að ég á ekki langt að sækja. Hér er vandamálið: ég veit aldrei hvernig ég á að enda. Ég finn upp á voða fínum söguþræði, jafnvel grípandi byrjunarlínu, en get aldrei lokið við það sem ég er að skrifa. Segjum að ég sé að skrifa sögu. Það er mjög líklegt að hún endi einhvernvegin svona:
og hún fann það sem hún hafði leitað að svo lengi og lifði hamingjusöm upp frá því.
Ég lenti í svolitlu skemtilegu um daginn. Þannig er að ég bý við hliðina á Auði Haralds, þjóðþekktum barnabókahöfundi. Ég hef alltaf borið ákveðna virðingu fyrir þeirri konu, móður Elíasar. Hún er með vínrautt hár og skott, gengur um í appelsínugulum vindjakka og hjólar um bæinn á frúarhjólinu sínu.
Einn daginn stóð ég fyrir utan húsið mitt og beið eftir móður minni sem ætlaði að sækja mig. Þá sá ég að frú Auður var að bjástra utan við húsið sitt.
,,Góðan daginn sagði ég.
,,Góðan daginn svaraði frú Auður, ,,vantar þig nokkuð þvottagrind?
Ég varð frekar undrandi á þessari spurningu og stundi út úr mér að reyndar ætti ég þvottagrind.
,,en vantar þig nokkuð sófaborð? Það er svona hátt svo að maður getur borðað fyrir framan sjónvarpið
Ég útskýrði fyrir henni að á okkar heimili sé ekki borðað fyrir framan sjónvarpið, það sé inni í svefnherbergi og að við horfðum aldrei á sjónvarpið þegar gestir væru í heimsókn. Það leist henni vel á og sagði að við værum mjög siðmenntuð. Við spjölluðum áfram og ég sagði henni frá ástandi hússins sem við búum í og útskýrði fyrir henni að maðurinn sem seldi okkur íbúðina og maðurinn í kjallaranum hefðu verið mægðir, þar að segja að maðurinn í kjallaranum hefði verið kvæntur inn í fjölskyldu þess sem seldi þannig að hann hljóti að hafa vitað af ástandi hússins, en þau skildu í illu, þannig að ekki væri hægt að nota það fyrir rétti því seljandinn hótaði hinum meiðyrðamáli ef það yrði gert. Hún sagðist nú hafa vitað af ástandi hússins lengi og hrósaði mér fyrir gott mál. Sjálf hefði hún ekki heyrt manneskju undir fertugu nota orðið kvæntur og væri sjálf hætt að nota það því enginn skildi hana. Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist alin upp á góðu heimili hvað málfar varðar og að einu sinni kom ég heim alveg eyðilögð og sagði að krakkarnir skildu mig ekki, ég talaði eins og í bók.
Þá bar að mann sem afsakaði fáfræði sína og spurði hvar Eiríksgata væri. Ég útskýrði fyrir honum að ef hann stæði við bakenda Hallgrímskirkju horfði hann inn Eiríksgötu. ,,jaaaá, semsagt við kórinn? sagði vegfarandinn. Við þetta lyftist frú Auður öll upp og þakkaði manninum fyrir að taka svona til orða. Hann afsakaði sig með því að segjast vera úr sveit.
Eftir þetta spjölluðum við aðeins meira saman um hvernig málfari folks hraki dag frá degi og á endanum var hún búin að gefa mér forláta stássveski og hjólaði á braut í leit að greni til að skreyta fyrir jólin og ég fór í sund.
Jahá, þetta var nú eiginlega bara saga, svei mér þá! En ég vona að hún sé ekki búin og að þetta hafi ekki verið það síðasta í samskiptum okkar frú Auðar, því þetta er alveg þrususkemmtileg kona, verð ég að segja, og þeir sem ekki hafa lesið Elíasarbækurnar ættu að drífa í því.
Flokkur: Bloggar | 11.4.2007 | 21:30 (breytt kl. 22:00) | Facebook
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tíhí .. :D
Benedikt D. Valdez Stefánsson, 13.4.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.