Loforð eða kosningaloforð?

Mér finnst alveg ótrúlegt (þó ekki óeðlilegt, eðli málsins samkvæmt) hvað stjórnarandstöðuflokkarnir finna stjórnarflokkunum allt til foráttu rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru um bætt þetta og bætt hitt. Á sama tíma fara stjórnarflokkarnir fögrum orðum um farsæld, góðæri og blómstrandi efnahag íslensku þjóðarinnar og lofa að halda þeirri stefnu áfram auk þess að bæta allt það sem setið hefur á hakanum undanfarið. Er það bara ég eða er engum trúandi hérna? Fólk lofar og lofar hinu og þessu en verður eitthvað af þessu efnt? Ég segi nú bara eins og í Spaugstofunni: það er munur á loforði og kosningaloforði.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl Rúna Vala, vel orðað, í sambúð með ketti og karli.

Þetta er tími loforða, því verður ekki neitað, og er ég viss um að einginn hefur þorað að leggja það á sig hversu mörg eru gefin á síðustu 30 dögum fyrir kosningar.

Táknmál já,, aðeins kynntist ég því hér fyrir um 3 og 5 árum síðan, ástæðan var að óttast var að dóttir mín (7 ára 18 apríl) mundi ekki verða talandi, en kraftaverkin gerast enn og allt í gúdden. Ber mikla virðingu fyrir þeim sem kyna þetta tungumál eftir að ég kynntist börnum og fullorðnum sem nota þennan samskiptamáta.

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Rúna Vala

Takk:) annars er hann enginn karl, aðeins 25 ára :P Þetta stuðlaði bara svo skemmtilega.  Já, táknmál er skemmtilegt tungumál og margar goðsagnir og mikil fáviska og misskilningur tengt því. Kynnist því sífellt meir. Mig langar að forvitnast um dóttur þína...

Rúna Vala, 13.4.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þau heimili sem eru að borga 500.000 kr MEIRA í lánakostnað árið 2007 en 2006 þeir ættu að íhuga að kjósa Samfylkinguna við hin kjósum eitthvað annað sem okkur finnst trúverðugara.

Grímur Kjartansson, 13.4.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ef þú smellir á myndina af þér koma upplýsingar þínar.... vantar netfangið

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Mig grunar það sé hægt að smíða einhverskonar formúlu, breyturnar myndu vera; sætisskipan einstaklings sem gefur loforðið á lista síns flokks, dagar í kosningar, heildarraunkostnaður framkvæmdar loforðsins og að lokum hlutfall efnda loforða viðkomandi flokks síðastliðin 20 ár.

Þórgnýr Thoroddsen, 14.4.2007 kl. 14:18

6 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Svo ef niðurstaðan yrði, tja...t.d. 1.0 eða hærra, þá væri það líklegt til þess að komast til framkvæmdar og ef það færi undir 1.0 væri það lygi...

Þórgnýr Thoroddsen, 14.4.2007 kl. 14:20

7 identicon

Ég er nú bara hálffegin að vera í burtu frá öllu þessu rugli & bulli ^^

Sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband