Það flaug mér í hug um daginn hvað það er sem er svona frábært við Reykjavík og þá sérstaklega miðbæinn. Þetta er ekkert sérlega falleg borg, langt frá því, þótt hún eigi sína spretti. Tja, hún kemst nú langt í að hafa besta borgarstæðið, en ég get ímyndað mér að útlendingar sem koma hingað sjái hana sem risastóran smábæ. Nei, það sem er frábært við borgina okkar er hvað miðbærinn er afslappaður. Hvar sem er annars staðar í heiminum (nema kannski Þórshöfn og Kulusuuk, ég veit það ekki, hef ekki komið þangað) er hringiða mannlífsins með tilheyrandi umferð og mengun í miðbænum. En ekki í Reykjavík. Staðreyndin er sú að því fjær sem við förum miðju þessarar ágætu borgar, því meira stress og því meiri umferð. Sjáið til dæmis bara Kringluna, Skeifuna, Mjódd og Smáralind. Það er varla hægt að bjóða gangandi vegfarendum upp á að vera þarna á ferli. Miðbærinn, hins vegar, er draumastaður hins gangandi vegfaranda enda býður hann ekki upp á að þúsundir bíla séu þar á ferli. Það að rölta niður Laugarveginn, heilsa fólkinu í rólegheitunum, ekki endilega að vera að fara neitt sérstakt, þetta er yndislegt. Á sumrin eru alls kyns uppákomur í miðbænum, já ég segi það satt! Þegar vel viðrar iðar bærinn af lífi. Götuleikhúsið leikur listir sínar á götunum, erlendir harmónikkuleikarar og trúðar skreyta bæinn og hljómsveitir á vegum skapandi sumarstarfs Hins hússins leika fyrri gesti og gangandi. Við skulum ekki eyðileggja þennan brag sem er yfir litla miðbænum okkar með því að breyta honum í hringiðu nútíma þæginda og veraldarhyggju. Leyfum honum að halda sjarmanum sem felst ekki síst í litlu, fallegu timburhúsunum, sama frá hvaða tímabili þau eru. Ef ákveðið verður að byggja glerháhýsi á horninu þar sem brunarústirnar anda núna frá sér brunalykt, verður gert eitthvað í því? verða mótmæli? Það ætla ég rétt að vona, því að ég er ekki tilbúin í næsta skref í átt að nútímavæðingu í miðbæ Reykjavíkur, ég vil halda þessu litla sólskini sem Lækjartorg fær. Nú segja kannski sumir að ég sé með fortíðarþrá eftir fortíð sem ég lifði ekki einu sinni. En sannleikurinn er sá, að mér líkar vel við bæinn eins og hann er núna og nútíminn er allt í kring um okkur annars staðar. Má ekki halda gamla ,,lúkkinu" í Grófinni? Ég vil halda sólinni í miðbænum.
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.