Skrýtið

Varð fyrir skrýtnu atviki áðan. Var að ganga heim, upp Frakkastíginn þegar ég mætti pilti. Á síðustu stundu virtist hann kannast við mig og leit á mig mjög merkingarvullu augnaráði. En þar sem ég fékk ekki nógu langan tíma til að þekkja hann til baka gekk ég áfram. Nokkrum sekúndum síðar leit ég við og hann líka. Ég leit aftur fram og stuttu síðar aftur til baka og það gerði hann líka. En hann gekk hratt þannig að hann var kominn í þónokkra fjarlægð. Núna get ég ekki hætt að hugsa um þetta. Þekki ég hann? Fannst honum ég svona heillandi að hann varð að horfa á mig? Eða er ég bara svona skrýtin að honum hefur þótt það þess virði að skoða mig betur? Þetta er ráðgáta. En þar sem ég bý í miðbænum og flestir sem búa hérna eru fótgangandi og fara í bónus eru góðar líkur á að ég komist að hinu sanna Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband