Ég sit uppi í rúmi og það er opið út á altan... og út á bílastæði. Reyndar er opið allsstaðar út og hvers konar kvikindi eiga greiða leið inn í húsið, en ég verð að venjast því að ég get átt von á að horfast í augu við kónguló, moskítóflugu eða eðlu hvenær sem er. Þetta er reyndar mjög sjarmerandi. Herbergið okkar er við hliðina á altaninu sem liggur út í garð. Þar eru sítrónu og mandarínutré auk margra annarra planta og Gústi sá kólibrífugl þar í gær. Á morgnana og daginn heyrist í exótískum fuglum, á kvöldin í engisprettum og á nóttunni í geco sem er hvít eðla sem gefur frá sér smelli þegar hún er á veiðum. Hún er reyndar inni og étur pöddurnar fyrir okkur, þannig að okkur líkar vel við hana. Leiðin hingað gekk stórslysalaust, en samt tókst að eyðileggja ferðatöskuna mína annað hvort við að hlaða í vélina í Keflavík eða við komuna til NY. Í NY skoðuðum við Empire state (ég set inn mynd úr þeirri ferð). Þar með komst pabbi upp í þriðju tilraun, fyrst 1969, svo 1988 og núna, 19 árum síðar. Síðan settumst við að snæðingi í Litlu Ítalíu og þar með var tíminn úti því við áttum að fljúga snemma morguninn eftir. Í öryggishliðinu komst það upp að við höfðum gleymt að setja þrjár flöskur af íslensku brennivíni í ferðastöskurnar, þannig að þær voru teknar af okkur. Þegar til Costa Rica var komið sótti Alex pabbi Eriks) okkur á flugvöllinn og fór með okkur heim til mömmu sinnar, þar sem við gistum. Hún tók á móti okkur með mat. Við borðum svo mikið hérna! Stundum allt að þrjár heitar máltíðir á dag :S Það er borðaður heitur morgunverður hérna. Við fórum í smá gönguferð um Alajuela, þar sem við búum þessa stundina. Í gær fórum við svo með strætó til San José en ferðin tekur um hálftíma. San José er svolítið eins og Alajuela, bara stærri. Lítil hús, öll með háu járngrindverki utan um eða fyrir gluggum og dyrum, lélegar götur en þar sem þær eru bestar hefur hvert malbikslagið verið sett yfir annað. Við höfum borðað mikið af "lókal" mat. Hann er svakalega góður, sérstaklega svörtu baunirnar og steiktu bananarnir. Það eru samt ekki bananar eins og við þekkjum þá, heldur mun stærri og það verður að elda þá til að þeir séu ætir. Ég reyni að muna að ná mynd af þannig bönunum. Í dag fórum við upp í sveit og upp á eldfjall. Það var alveg svakalega skemmtilegt og fallegt. Núna rétt í þessu var verið að bjóða upp á lasagne. Á morgun ætlum við Björg að reyna að fara í fótsnyrtingu :P Við munum örugglega vakna snemma, eins og síðustu tvo daga. Já, og eitt enn á meðan við bíðum eftir að maturinn verði heitur: þeið sem munið eftir bitunum sem ég fékk í Kína, getiði hvað! Ójá, fimm stykki!!! En samt sjö, en hin tvö eru ekki eins alvarleg.
Flokkur: Bloggar | 4.6.2007 | 02:38 (breytt kl. 03:35) | Facebook
Spurt er
Hvaðan komstu inn á þetta blogg?
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 21589
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtu þér vel ;*
Sigrún (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:45
Heyja stelpa gaman að fá að fylgjast með hvað gerist í útlöndunum... Enda þarf ég líka að lifa í gegnum þig sko af því ég kemst ekki til útlanda
Skemmtu þér vel! Og endilega skelltu inn myndum ef það er hægt
Þórdís (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.