Ég sit inni í herberginu hennar Bjargar og vona að ég verði ekki stungin frekar. Moskítóflugunum finnst nefnilega gaman að vera undir skrifborðinu þar sem heimilistölvan er og kapallinn sem við notum til að tengja fartölvurnar á netið liggur. Í gær fórum við í bæ sem heitir Heredia. Hann er eiginlega alveg eins og Alajuela, þar sem við búum og San José, sem er höfuðborgin í Kosta Ríka. San José er bara stærri. Við höfum mest bara gengið um, litið inn í nokkrar búðir og sest á kaffihús og veitingahús, að ekki sé talað um að taka strætó. Við förum að sofa fyrir tíu á kvöldin og vöknum um sjöleytið, en mér tókst þó að sofa til átta í dag :P Við förum á ströndina Karabíahafsmegin á föstudaginn eða laugardaginn. Svo förum við á ströndina Kyrrahafsmegin seinna. Þessi færsla er orðin frekar leiðinleg hjá mér en systir mín kann sko að blogga. Hún heitir Björg og er bloggvinur minn hérna vinstramegin. Já og eitt enn: ég er komin með þrjú ný bit! Skellti á þau einhverju kremi sem ég keypti í apótekinu dýrum dómum og vona að þau verði ekki eins stór og hin. Þegar ég verð búin að steja inn myndirnar sem ég ætla að setja inn (virkar mjööög hægt) held ég að við ætlum að skreppa í bjór eða kaffi og skrifa nokkur póstkort.
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 21589
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.