Kosta Ríka-blogg tvö: Afslappelsi

Ég sit inni í herberginu hennar Bjargar og vona að ég verði ekki stungin frekar. Moskítóflugunum finnst nefnilega gaman að vera undir skrifborðinu þar sem heimilistölvan er og kapallinn sem við notum til að tengja fartölvurnar á netið liggur. Í gær fórum við í bæ sem heitir Heredia. Hann er eiginlega alveg eins og Alajuela, þar sem við búum og San José, sem er höfuðborgin í Kosta Ríka. San José er bara stærri. Við höfum mest bara gengið um, litið inn í nokkrar búðir og sest á kaffihús og veitingahús, að ekki sé talað um að taka strætó. Við förum að sofa fyrir tíu á kvöldin og vöknum um sjöleytið, en mér tókst þó að sofa til átta í dag :P Við förum á ströndina Karabíahafsmegin á föstudaginn eða laugardaginn. Svo förum við á ströndina Kyrrahafsmegin seinna. Þessi færsla er orðin frekar leiðinleg hjá mér en systir mín kann sko að blogga. Hún heitir Björg og er bloggvinur minn hérna vinstramegin. Já og eitt enn: ég er komin með þrjú ný bit! Skellti á þau einhverju kremi sem ég keypti í apótekinu dýrum dómum og vona að þau verði ekki eins stór og hin. Þegar ég verð búin að steja inn myndirnar sem ég ætla að setja inn (virkar mjööög hægt) held ég að við ætlum að skreppa í bjór eða kaffi og skrifa nokkur póstkort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband