Hér gengur lífið sinn vanagang, við förum snemma að sofa, snemma á fætur og borðum mikið. Maturinn er líka svo góður hérna! Í gær fékk ég mér, á veitingastað uppi í sveit, einhverskonar maísdeig með ýmsu í, vafið inn í bananalauf. Þannig er borðað hérna á jólunum. Í gær fórum við í sveitina hans Alex. Fyrst heimsóttum við ömmu hans og kaffiplantekru fjölskyldunnar. Það er samt engin plantekra, heldur skiki. Bændurnir í kring safna baunum saman í þartilgert hús og selja síðan uppskeruna saman og hver fær sinn skerf. Á skikanum eru líka appelsínutré, bananatré og mangótré auk skógarins sem umlykur. Við fórum inn í skóginn og skoðuðum svoítið. Ég lét gamlan draum rætast og át mangó beint af trénu. Ég reif hýðið utanaf honum með tönnunum, skyrpti tví út úr mér og stýfði mangóinn úr hnefa. Ég komst reyndar að því að mangó sem fæst heima er ekki mangó, heldur manga!!! Og mangóinn sem ég gæddi mér á er svo miklu betri. Hann er pínulítill. Okkur langar að flytja hann inn... og reyndar marga ávexti sem fást hér. Næst heimsóttum við föðursystur Alex. Þar hjálpaði ég Alex að tína appelsínur og við gæddum okkur á kaffi og brauði. Í millitíðinni fórum við á veitingahúsið sem ég nefndi áður. Þessi sveit er ekki nema í hálftíma akstursfjarlægð frá Alajuela.
Við höfum verið dugleg að smakka nýja ávexti og grænmeti. Ég hef áður nefnt plátanos, stóru bananana sem verður að matreiða áður en þeir eru étnir. Vð smökkuðum aðra tegund í gær. Hún er minni en okkar bananar og mjölmiklir. við borðuðum þá soðna í gær og það var búið að setja yfir þá sítrónusafa. Um daginn drukkum við Gústi líka guanabanasafa í mjólk á markaðinum í Alajuela.
Ég er búin að setja upp smá myndasíðu, þar þarf bara að tengja hana netinu. Ég læt vita þegar það gerist. Pabbi átti að vera með pistil í Víðsjá í útvarpinu í gær en það klúðraðist þannig að hann verður í dag milli fimm og sex.
Hittumst heil.
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær pistill. Bíð spennt eftir myndunum.
Völumamma (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.