Komin heim heilu og höldnu

Jæja, þá er það búið. Við vorum nú farin að hlakka óskaplega mikið til að koma heim og voðalega varð ég fegin að fá kaldan gustinn framan í mig þegar við gengum út úr Leifsstöð í morgun.
Ferðin gekk nokkuð vel. Reyndar byrjuðum við á því að þurfa að bíða í tvo tíma standandi við innritunarborðið á flugvellinum í Alajuela (San José) á meðan eitthvað var verið að redda því að vélin væri of þung. Það var víst verið að bíða eftir sjálfboðaliðum til að verða eftir. Þegar við loks fengum miðana og máttum halda áfram átti að vera byrjað að hleypa um borð í vélina en vegna veðurs seinkaði öllu flugi. Við biðum því til um hálf tíu, en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 18:20. Við komum því seinna en fyrirhugað var til NY, tókum leigubíl til stelpunnar í Brooklyn, Margrétar, sem býr með rosalega samkynhneigðum manni sem bakaði handa okkur vöfflur. Þangað vorum við komin um sexleytið, en þá var hún nýlega komin heim af djamminu. Hún eftirlét okkur rúmið sitt og svaf sjálf á sófanum í stofunni. Dagurinn í NY fór í það að versla í B&H, ég keypti mér Ipod skuffl og Gústi líka ásamt allskyns kvikmyndagerðardóti... en það tók tímann sinn því að kortið hans Gústa er hvergi tekið (maestro, forðist það ef þið eruð á leið til útlanda) og heimildin á kreditkortinu mínu var of lág. Þá var farið í það að reyna að redda peningunum og Gústi endaði á því að fara á netkaffi (reyndar Burger King) og millifærði af mínum reikning á fyrirframborgaða kreditkortið sitt. Á meðan sat ég á diner og sleikti síðasta sárið sem ég fékk í kveðjugjöf frá elskulegri moskítóflugu. Ég held ég þurfi samt ekki að fara til læknis í þetta skiptið. Þegar Gústi kom loks inn á dinerinn með dótið sitt og borðaði ásamt því að skoða góssið var kominn tími til að fara á flugvöllinn. Við ákváðum að taka neðanjarðarlestina, án þess að vita nákvæmlega hvað það tæki langan tíma. Það reyndist ekki taka nema hálftíma og fólk var svo elskulegt að segja okkur hvar við áttum að fara út, meira að segja án þess að við bæðum um það. Þegar við komum úr lestinni ákváðum við að gefa einhverjum kortið því það voru tvær ferðir eftir á því. Sá heppni spurði hvort við værum að fara í loftlestina á flugvöllinn og sagði okkur að við gætum notað kortið með því að setja meira inn á það því að það kostar 5 dali á mann í lestina. Þetta var svona gæji sem gramsar eftir lestarkortum og athugar hvort það séu ferðir eftir á þeim og selur svo. Samt sagði hann okkur þetta og lét okkur hafa kortið aftur. Indælt fólk í NY. Við sóttum farangurinn í geymsluna og fórum í terminalið sem Icelandair er í og ég var orðin frekar stressuð. Þegar við komum upp þar sem tjekkinnið er var margt um mannin en í ljós kom að það vour bara tveir í röðinni að deskinu hjá Icelandair. Við þurftum að borga 72 dali í yfirvigt, en bjuggumst svosem við því. Það var mikil umferð á Kennedyflugvelli, þannig að okkur seinkaði um 20 mínútur. Pabbi sótti okkur þegar heim kom og við fórum í morgunmat hjá ömmu.
Þetta var nú öll ferðasagan, börnin mín, og núna erum við komin heim. Ég verð að vinna alla virka daga í júlí frá 3-8 og aðra hverja helgi 8-8. ég er búin að opna fyrri símann minn og það er alltaf hægt að ná í mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Ég breytti linkinum að myndaseríu 2, núna ætti hann að virka

Rúna Vala, 3.7.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Úff, ég get ekki sagt það sama um NY búa . Nema einn og einn homma með húmorinn í lagi .

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:38

3 identicon

Velkomin heim ;*

Sigrún (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband