Ái!!!

Fyrir nú utan það hvað þetta er hræðileg frétt, þá gerir það hana enn hræðilegri hvað hún er illa skrifuð.

Í fyrsta lagi: Flóð hefur fylgt fellibylnum og eru þrír strandbæir eru rústir einar.

Þetta er nú klaufaskapur en það hefði mátt koma í veg fyrir hann með því að prófarkalesa.

Í öðru lagi: Hæð flóðsins nær um fimm metrar...

Sama er uppi á teningnum hérna.

Í þriðja lagi: Þau segja jafnframt að tölur yfir látna hækki stöðugt og að talan geti orðið mun hærri þegar á líður.

Tölur yfir látna? Hvað varð um tölu látinna? Svo er skipt milli fleirtölu og eintölu í sömu setningunni, en það er kannski smámunasemi í mér.

 Í fjórða lagi: Vatn flæddi yfir bæina Patuakhali, Barguna og Jhalakathi í gærkvöldi og rofnaði allt símasamband við það.

Það hvað? Vatnið?

Í fimmta lagi: og þá hafa fjölmargir slasast og hundruð er saknað.

Ég er eiginlega ekki viss um hvort þetta sé rétt eða rangt. Sko hundrað er saknað ef það er nákvæmlega eitt hundrað, en segir maður ekki hundruða er saknað ef um er að ræða mörg hundruð manns?

Mér finnst bara að vanda megi málfarið í fréttamennsku því að ef fréttamenn gera það ekki, hver gerir það þá? Málfar í fréttamiðlum, sérstaklega í ljósavakamiðlum, hefur gífurleg áhrif á það hvernig fólk talar.


mbl.is Yfir 250 látnir í Bangladesh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Heyr heyr!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.11.2007 kl. 01:56

2 identicon

Símasamband rofnaði við það að það flæddi. Er það rangt? En annars er ég alveg sammála.

Yfir 250 látast í Bangladesh. Yfir 250 látnir ganga í hringi í Bangladesh. Yfir 250 létust í Bangladesh í gær. 

Ef ég hugsa of mikið um svona fer allt í rugl í hausnum á mér og ég gleyma réttur íslenskur.  

Solveig (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband