Nú er langt síðan síðast!
Mér hefur bara fundist ég ekki hafa neitt að segja, og þá er betra að halda ká-joð :P
En ég var að velta fyrir mér endurvinnslu. Öll viljum við endurvinna (eða flest, ætla ég að vona) en það er svo mikið vesen! Ekki er verið að gera manni það auðvelt fyrir. Þegar við fluttum á Frakkastíginn var hverfisstöð (eða hvað svosem það nú heitir) á planinu hjá Iðnskólanum. Ég lét mig hafa það að rogast þangað með fernur og dagblöð sem við höfðum safnað í okkar litla eldhús í nokkrar vikur. Síðan var hverfisstöðin tekin. Næstu hverfisstöðvar er á Freyjugötu og hjá Kjarvalsstöðum og ekki er ég á bíl, þannig að ég fór að henda fernunum og dagblöðunum í ruslið (skammast mín rosalega fyrir öllum trjánum sem ég hef hent :S). Síðan frétti ég af þessari endurvinnslutunnu. Ég pantaði eitt stykki svoleiðis fyrir húsið, við borgum hana með fólkinu fyrir ofan, en allt húsið (5 íbúðir) notar hana. Því fyllist hún fljótt. Það þarf að borga aukalega til að fá hana tæmda oftar í mánuði, skilst mér. Af hverju er manni gert svona erfitt fyrir að endurvinna? Af hverju þurfum við að BORGA fyrir að endurvinna? Hvers vegna getum við ekki bara skipt út einni venjulegri tunnu fyrir endurvinnslutunnu? Nú veit ég að allt kostar peninga, en væri ekki hægt að fækka öskubílum um nokkur stykki og nota þá í endurvinnsluna? Mér finnst allavega að það ætti ekki að kosta fólkið í landinu að endurvinna og ég held að það myndu miklu fleiri endurvinna ef allir fengju endurvinnslutunnu heim sér að kostnaðarlausu.
Mér hefur bara fundist ég ekki hafa neitt að segja, og þá er betra að halda ká-joð :P
En ég var að velta fyrir mér endurvinnslu. Öll viljum við endurvinna (eða flest, ætla ég að vona) en það er svo mikið vesen! Ekki er verið að gera manni það auðvelt fyrir. Þegar við fluttum á Frakkastíginn var hverfisstöð (eða hvað svosem það nú heitir) á planinu hjá Iðnskólanum. Ég lét mig hafa það að rogast þangað með fernur og dagblöð sem við höfðum safnað í okkar litla eldhús í nokkrar vikur. Síðan var hverfisstöðin tekin. Næstu hverfisstöðvar er á Freyjugötu og hjá Kjarvalsstöðum og ekki er ég á bíl, þannig að ég fór að henda fernunum og dagblöðunum í ruslið (skammast mín rosalega fyrir öllum trjánum sem ég hef hent :S). Síðan frétti ég af þessari endurvinnslutunnu. Ég pantaði eitt stykki svoleiðis fyrir húsið, við borgum hana með fólkinu fyrir ofan, en allt húsið (5 íbúðir) notar hana. Því fyllist hún fljótt. Það þarf að borga aukalega til að fá hana tæmda oftar í mánuði, skilst mér. Af hverju er manni gert svona erfitt fyrir að endurvinna? Af hverju þurfum við að BORGA fyrir að endurvinna? Hvers vegna getum við ekki bara skipt út einni venjulegri tunnu fyrir endurvinnslutunnu? Nú veit ég að allt kostar peninga, en væri ekki hægt að fækka öskubílum um nokkur stykki og nota þá í endurvinnsluna? Mér finnst allavega að það ætti ekki að kosta fólkið í landinu að endurvinna og ég held að það myndu miklu fleiri endurvinna ef allir fengju endurvinnslutunnu heim sér að kostnaðarlausu.
Spurt er
Hvaðan komstu inn á þetta blogg?
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.