Endurvinnsla

Nú er langt síðan síðast!
Mér hefur bara fundist ég ekki hafa neitt að segja, og þá er betra að halda ká-joð :P
En ég var að velta fyrir mér endurvinnslu. Öll viljum við endurvinna (eða flest, ætla ég að vona) en það er svo mikið vesen! Ekki er verið að gera manni það auðvelt fyrir. Þegar við fluttum á Frakkastíginn var hverfisstöð (eða hvað svosem það nú heitir) á planinu hjá Iðnskólanum. Ég lét mig hafa það að rogast þangað með fernur og dagblöð sem við höfðum safnað í okkar litla eldhús í nokkrar vikur. Síðan var hverfisstöðin tekin. Næstu hverfisstöðvar er á Freyjugötu og hjá Kjarvalsstöðum og ekki er ég á bíl, þannig að ég fór að henda fernunum og dagblöðunum í ruslið (skammast mín rosalega fyrir öllum trjánum sem ég hef hent :S). Síðan frétti ég af þessari endurvinnslutunnu. Ég pantaði eitt stykki svoleiðis fyrir húsið, við borgum hana með fólkinu fyrir ofan, en allt húsið (5 íbúðir) notar hana. Því fyllist hún fljótt. Það þarf að borga aukalega til að fá hana tæmda oftar í mánuði, skilst mér. Af hverju er manni gert svona erfitt fyrir að endurvinna? Af hverju þurfum við að BORGA fyrir að endurvinna? Hvers vegna getum við ekki bara skipt út einni venjulegri tunnu fyrir endurvinnslutunnu? Nú veit ég að allt kostar peninga, en væri ekki hægt að fækka öskubílum um nokkur stykki og nota þá í endurvinnsluna? Mér finnst allavega að það ætti ekki að kosta fólkið í landinu að endurvinna og ég held að það myndu miklu fleiri endurvinna ef allir fengju endurvinnslutunnu heim sér að kostnaðarlausu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband