Jæja, þá er komið að því! Ég er loksins komin til Iowa City! Um helgina var ég með fjölskyldu stelpu sem ég hitti á Couchsurfing.com. Það var farið í pikknikk og brúðargjafasturtu (bridal shower) og ég hjálpaði til við undirbúninginn. Ég fékk smá heimþrá í gær, en ég held ég haldi þetta nokkuð vel út, svona fyrst ég er komin með eigin herbergi í Summit-húsinu og að byrja í skólanum og svona. Það tekur mig um 15 mínútur að ganga í skólann, alveg bein leið. Konan sem sér um skiptinemana er svaka fín og hjálpleg. Þegar ég kom í herbergið mitt í gærkvöldi, um hálf tólf, var ekkert þar inni nema tvö teppi á gólfinu, og ekkert flugnanet fyrir glugganum. En einn íbúinn hjálpaði mér að ná í dýnu, boxdýnu og ramma úr kjallaranum og annar hjálaði mér að ná í flugnanet sem passaði næstum fyrir gluggann og teipaði fyrir restina... nú þarf ég ekki að hafa ánhyggjur af moskítóófétunum :P
Þetta lítur semsagt allt mjög vel út. Ég fæ lánuð fleiri húsgögn, sjálfsagt í kvöld, íslenskur maður sem býr hér ætlar að hjálpa mér að verða mér úti um nauðsynjar sem ekki er hægt að fá í miðbænum, vonandi á morgun, og ég á tíma hjá námsráðgjafa á eftir, kl 13, eða 18 að ísleskum tíma.
Þartil síðar... ég ætla að reyna að vídjóblogga... lofa þó engu!
Kv. Vala
Þetta lítur semsagt allt mjög vel út. Ég fæ lánuð fleiri húsgögn, sjálfsagt í kvöld, íslenskur maður sem býr hér ætlar að hjálpa mér að verða mér úti um nauðsynjar sem ekki er hægt að fá í miðbænum, vonandi á morgun, og ég á tíma hjá námsráðgjafa á eftir, kl 13, eða 18 að ísleskum tíma.
Þartil síðar... ég ætla að reyna að vídjóblogga... lofa þó engu!
Kv. Vala
Spurt er
Hvaðan komstu inn á þetta blogg?
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En gaman að heyra frá þér :D Hvernig stendur á því að það var ekkert flugnanet fyrir glugganum? Ég hefði haldið að það væri bara hluti af húsinu en ekki persónulegt val. Heppin ertu líka að hafa íslendinga í kallfæri. Það er alltaf gott að vita af ættingjum í nágrenninu.
Solveig (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:17
Vá þetta hljómar svakalega spennandi hjá þér! :D Vonandi fáum við nú að sjá allavega myndir og svona svo maður geti aðeins séð fyrir sér hvernig lífið er hjá þér þarna úti ;)
Karó (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.