Hér er hönd um hönd frá hendi til handar

Hér er hönd
um hönd
frá hendi
til handar.

Hér er hestur
um hest
frá hesti
til hests

Blóðsugur björguðu höndinni?

Blóðsugur björguðu hestinum

frá hestinum
frá hendinni

Blóðsugur björguðu HENDINNI.

Takk.


mbl.is Blóðsugur björguðu hendinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er bæði rétt skv. Orðabók Háskólans: http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=h%C3%B6nd 

Sirrý (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Rúna Vala

Hahaha!! Það er búið að dreyta þessu :D

Rúna Vala, 24.2.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Rúna Vala

úps, *breyta*

Ég leit í orðabókina frá 2002.

hendi FM (ÞGF)-hönd (bls 570).

Hins vegar fæ ég ekkert upp ef ég slæ inn orðið hendi á heimasíðu Árnastofnunar. ;)

Rúna Vala, 24.2.2009 kl. 18:32

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Nú finnst mér þú hfa snúið þessu við, Vala mín. Blóðsugur björguðu hendinni er rétt! Björguðu Sigurði - þetta er þágufall! Ég fellst ekki á þetta sem Sirrý skrifar, jafnvel þótt báðir möguleikarnir séu gefnir í Orðabók Háskólans.

Þorgrímur Gestsson, 25.2.2009 kl. 11:02

5 Smámynd: Rúna Vala

Jaaaá, sko, það var áður: Blóðsugur björguðu HÖNDINNI. Því var breytt eftir að ég setti þessa færslu inn ;) Eins og sést á minni fyrstu athugasemd.

Rúna Vala, 25.2.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Rúna Vala

Hins vegar fann ég beygingarmyndina hendi á heimasíðu Árnastofnunar. Þar er þessi athugasemd:

Orðmyndin hendi í nefnifalli og þolfalli eintölu er algeng í talmáli, sérstaklega í íþróttamáli, en er ekki talin æskileg.

Rúna Vala, 25.2.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband