Hyllum hústökufólkið sem hetjur!

Þetta fólk var búið að laga húsið örlítið til og koma af stað starfssemi sem er öllum til góða. Þarna hefði verið hægt að halda pólítíska og ópólítíska fundi, vera með ljóðaupplestur og tónleika, svo eitthvað sé nefnt. Við hjónin íhuguðum að fara þangað niðureftir með húsgögn sem við þurfum ekki á að halda lengur og skilja þau eftir í Fríbúðinni til að aðrir geti notið þeirra. Svæðið er fíknefnalaust og ég geri ráð fyrir að það feli líka í sér áfengi og sígarettur. Ég segi tökum ÖLL þau hús sem standa auð, greinilega til að þau grotni og það „verði“ að rífa þau og byggja nýja glerrisa, og gerum úr þeim samkomustað fólks með háleit markmið en engan stað til að framkvæma þau. Þetta myndi einnig setja mjög heillandi og skemmtilegan svip á miðbæinn.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alfgjörlega ósammál þér. Þetta er fyrst og síðast bjánalegt af þessu fólki. það getur ekki tekið yfir eignir manna. Því átti að henda út eða handtaka það.

Lögreglan fær hrós dagsins. Það eru hetjur sem á að hylla.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ef að þessum kaffihúsa hippum langaði svona rosalega í húsið, afhverju keyptu þau það ekki þegar að það var til sölu ?

ég segi fyrir mig, nei það á ALLS EKKI að hylla fólk sem að brýst inní hús sem hetjur.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Mjög sammála Gunnari.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Rúna Vala

Þið hafið fullan rétt á því að hafa ykkar skoðanir eins og ég og eins og hústökufólkið sem hafnar yfirvaldinu.

Rúna Vala, 15.4.2009 kl. 10:55

5 identicon

Sammála síðasta ræðumanni !

Við kærum okkur ekkert um einhverja "Kristaníu"´hér á klakanum .

Samansafn af hippum og dópistum að halda því fram að svæðið sé fíkniefnalaust !  Ha ha ha .

Gulli Jóns (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:57

6 identicon

Ég á erfitt að hafa samúð með fólki sem "quotar" Ulrike Meinhof á heimasíðu sinni. Segir mér ýmislegt um hvers konar fólk þetta er.

Margrét (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:59

7 identicon

Vá  !  bara ruslast inn skrifin  :)

Ég er alveg sammála GUNNARI en ekki síðasta ræðumanni  :)

Gulli Jóns (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég held að þú vitir ósköp lítið um Ulrike Meinhof, vinkona. Þú skalt læra heima.

Þorgrímur Gestsson, 15.4.2009 kl. 11:06

9 Smámynd: Rúna Vala

Krakkar! Þetta er sama fólkið og er búið að vera að gefa ykkur mat niðri á Lækjartorgi á laugardögum síðustu vikur og mánuði. Þess má geta að Öskra hefur farið að dæmi Food not bombs á Háskólatorgi og hefur verið útskúfað þaðan vegna þess að það minnkar viðskiptin hjá Hámu að þau séu að gefa mat. Þetta er aðeins eitt dæmi um það hvers vegna við eigum ekki að horfa gagnrýnislaust á það sem yfirvaldið étur ofan í okkur og hugsa sjálfstætt.

Rúna Vala, 15.4.2009 kl. 11:10

10 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Mér er bara slétt sama um hvað þetta lið er búið að vera að gera.

og slétt sama um hvort að það sé með eða á móti yfirvaldinu, en það verður bara að sætta sig við það að það eru lög í þessu landi, og það er bara svon einfalt að innbrot eru ólögleg.

og já, þetta lið hefur aldrei verið að gefa mér mat á lækjartorgi.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 11:12

11 Smámynd: Rúna Vala

Eymingja þú, þau elda þrusugóðan mat :D

Rúna Vala, 15.4.2009 kl. 11:14

12 Smámynd: Rúna Vala

Það er í skjóli þessara laga sem fólkið sem á þessi hús láta þau grotna svo það sé hægt að byggja nýja verslanamiðstöð í miðbænum okkar. Hefur þú aldrei brotið lög? Hefur þú aldrei keyrt of hratt? Hefur þú aldrei drukkið áfengi úti? Hefur þú aldrei migið undir berum himni? (já, þessir hlutir eru bannaðir) Ég er viss um að þú hefur gert þetta, því þetta eru asnaleg lög (fyrir utan þetta með að keyra hratt). Það verður að standa upp á móti lögum sem skaða almenning. Ef það er ekki gert, þá endar með því að við lifum í lögregluríki því við mótmælum aldrei.

Þetta eru mínar skoðanir.

Rúna Vala, 15.4.2009 kl. 11:21

13 Smámynd: Einar Ólafsson

Gunnar: "Það getur ekki tekið yfir eignir manna." Þetta er hraustlega mælt hálfu ári eftir mestu eignaupptöku í sögu þjóðarinnar - mesta þjófnað.

Einar Ólafsson, 15.4.2009 kl. 11:24

14 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jújú ég hef brotið lög.

en munurinn er sá að þegar að lögregla biður mig um eitthvað, þá er það svo einfalt að ég fer eftir því.

og ég tel svolítið mikin mun á lögum um t.d. að míga úti eða drukkið áfengi, eða brjótast inn.

það er ekki eitthvað sem ég legg í vana minn, frekar en langflestir íslendingar, og mér ásamt mjög mörgum öðrum, þykir einfaldlega ekki í lagi.

Einsog ég sagði, ef að þessu liði þykir svona vænt um þetta, þá gat það drullast til þess að kaupa húsin, ekki bíða eftir því að einhver annar geri það og brjótast síðan þar inn.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 11:26

15 identicon

Yay Vala! Hjartanlega sammála þér eins og alltaf. Fólk fram yfir eignir, frelsi fram yfir haftir. Við munum vinna þetta stríð!

Smári McCarthy (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:26

16 Smámynd: Stjörnupenni

Æ, ég veit ekki.

Mér fannst þessi hústaka soldið krúttleg þar til krakkarnir fóru að slást við lögguna. 

Auðvitað voru þau rekin út, varla bjuggust þau við neinu öðru!

Hefði verið svo mikið smekklegra ef þau hefðu gefist upp og látið lögguna taka sig um leið og hún hafði brotist inn í húsið - og taka svo bara annað hús strax eftir yfirheyrslur.

Þá hefði ég a.m.k. haldið með þeim áfram. 

En eftir það sem gerðist í morgun á ég erfitt með að sjá þau öðruvísi en vitleysinga sem vantar spennu í lífið.

Stjörnupenni, 15.4.2009 kl. 11:58

17 identicon

Einmitt Árni.

Rúna: Mætti ég þá brjótast inn hjá þér og búa þar? Væri lögreglan í órétti að henda mér þaðan út?

Þú segir eflaust: Nei, því ég er ekki auðmaður sem hef sölsað undir mig eignir á 'glæfralegan hátt'.

Þá spyr ég: Hvernig veit ég það? Hvernig veit ég hvar ég má brjótast inn? Er það mín geðþóttaákvörðun hvar ég má brjótast inn? Má ég brjótast inn hjá öllum þeim sem eiga eignir í miðbænum sem af einhverjum ástæðum eru ekki að nota þær í dag eða bara sumum?

Lögin eru til þess að taka af allan vafa með svona lagað. Þau eru til þess að almennir borgarar brjóti ekki hvor á öðrum í takt við eigin geðþóttaákvarðanir.

Eins fáránlegur og eignarrétturinn er að þá sitjum við uppi með hann. Einfaldlega vegna þess að við kjósum það öryggi sem honum fylgir.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:02

18 Smámynd: ÖSSI

Merkilegt með fólk sem kallar sig andstæðinga stríðs en fer svo sjálft í stríð....sannkölluð hræsni...

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 12:33

19 Smámynd: ÖSSI

Ok við skulum tala um lög...

Hvaða lög hafa sannarlega verið brotin af "útrásarvíkingum"? Ég er nokkuð viss um að þegar lögbrot sannast á einhverja þá verða þeir handteknir.

Það sem "hústökufólkið" var að gera er aftur á móti innbrot og því lögbrot og því er fólk handtekið einfalt mál....

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 12:47

20 Smámynd: Rúna Vala

Gunnar Geir: Nei, ég yrði ekki hrifin ef þú myndir brjótast inn í mitt hús og setjast þar að. Hins vegar skal ég leyfa þér að gista í nokkrar nætur ef þú átt ekki í önnur hús að venda og ef þú hagar þér vel. Við hjónin erum nefnilega meðlimir í samfélagi á netinu sem tekur inn til sín fólk sem a. hefur ekki efni á hótelum og/eða b. vill frekar kynnast samfélagi landsins sem það er í hverju sinni í staðinn fyrir að gista á hótelum og kynnast aðeins ferðamannastöðunum. Við gerum þetta því okkur þykir þetta skemmtilegt en ekki síður vegna þess að þetta er þjónusta við samfélagið.

Húsið sem hústökufólkið tók hafði staðið autt í langri tíma (hve lengi veit ég ekki því ég hafði ekki einu sinni tekið eftir þessu fallega húsi fyrr en þau tóku það að sér) og það var ekki verið að hrifsa heimili annarra til sín með valdi. Hins vegar skil ég hvað Stjörnupenni er að fara þegar hann segir að þau hefðu átt að víka og taka bara næsta hús. Þú ættir kannske að viðra þá hugmynd við fólkið, hún er góð.

Árni Sigurður: Þetta fólk hefði sjálfsagt glatt keypt þetta hús til að láta aðra njóta góðs af því, en það hefur því miður ekki efni á því. Hvers vegna ættu bara auðmenn eða fólk sem hefur efni á að leigja hér og þar og kaupa fasteignir út um hvippinn og hvappinn að hafa ánægju af að njóta húsaskjóls, hvort sem það er til að búa eða stunda einhverskonar samfélagsþjónustu (eins og Fríbúðin er) eða félagsstarf?

Rúna Vala, 15.4.2009 kl. 13:02

21 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

vegna þess að það er ákveðið verð á húsnæði hér á landi.

er semsagt allt í lagi að 20 - 30 einstaklingar sem að virðast ekki þurfa að vinna fyrir sér né hafa nokkurn áhuga á því að leita sér af vinnu, taki hús traustataki vegna þess að það hafði ekki efni á því að kaupa það ?

er þá allt í lagi að ég röllti mér uppí B&l og steli mér þá einum glænýjum BMW M5 vegna þess að ég hef ekki efni á því að kaupa hann ?

það er hægt að fá hræódýr stór einbýlis hús hér og þar um landið, 20 - 30 einstaklingar hljóta nú að geta nurlað saman nokkrum krónum og keypt sér eitt hús þar.

lifað síðan rosa happy, stofnað kaffihús og álíka.

hlýtur að hægt að hanga einhver staðar annars staðar úr því að þetta lið þarf ekki að mæta í vinnu, né virðist það vera í atvinnuleit.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 13:11

22 identicon

Það gleður mig að þú tekur vel á móti fátækum ferðamönnum Rúna en þú hefur ekki svarað spurningu minni um hvar línan liggur. Má brjótast inn í hús ef það er ekki í notkun daginn sem einhver lítur inn um gluggann? Hvað þá um sumarbústaði landsins, má ég búa þar á veturna án leyfis eiganda? Sumarbústaðir eru hús sem standa auð í lengri tíma eins og þú segir sjálf.

Besta leiðin í þessu er að samfélagið komi sér saman um hver má búa hvar. Þetta samkomulag er það sem við köllum lög.

Ég ætla ekki að halda því fram að fólkið sem braust þarna inn séu aumingjar eða drykkjumenn eins og sumir gera. Hins vegar langar mig að segja frá því að nágranni þeirra hefur orðið fyrir óþægindum af völdum hávaða frá þessu húsnæði en þar var víst standandi partí um páskana langt fram á nótt - hef ég heyrt frá vinkonu hans.

Hvort sem það er lygi eða ekki er alveg ljóst að hús sem opið er öllum alltaf er ávísun á vandræði - það laðar til sín fólk sem á ekki í önnur hús að vernda, bæði hugsjónafólk og dópista.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:32

23 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Merkilegt svona fólk eins og Árni, sem virðist ekki hafa tekið eftir atvinnuleysinu. 

Nú er talað um að fólk eigi að vera virkt þrátt fyrir atvinnuleysi, hvernig væri þá að finna ónotað húsnæði sem á að rífa, opna þar fríbúð, bjóða fólki í mat og halda fyrirlestra? Nei, bíddu, það má ekki, af því að eignarrétturinn er mikilvægari en fólkið.

Þú mátt síðan ekki rölta upp í B&L og stela þér bíl. Ef B&L hins vegar kaupir fornbíl og lætur í veðri vaka að þeir ætli að láta hann standa á Lækjartorgi þar til hann ryðgar í sundur, en segja að hann sé svosem til sölu - á fimmhundruð milljónir - skal ég glöð hjálpa þér að nappa honum og gera hann upp. Þú getur kannske notað hann til að keyra gamlar konur út í búð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 13:44

24 Smámynd: ÖSSI

Það myndi samt setja strik í reikninginn ef B&L myndi ekki vilja að þú myndir taka bílinn og kæra þig síðan til lögreglu fyrir bílþjófnað...

ÖSSI, 15.4.2009 kl. 14:11

25 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Tinna það er engin munur á að stela bíl sem að stendur nýr uppí umboði eða að stela bíl sem að stendur í reiðileysi.

hvort tveggja er þjófnaður.

ég segi fyrir mig, að ef að ég ætti bíl, annan notaði ég daglega, og hinn notaði ég ekki neitt, en vissi af honum og væri skráður eigandi og hefði í hyggju að nýta einhvern tíman (einsog eigendur þessara húsa þarna á vatnsstígnum) og öðrum hvorum yrði stolið.

þá mundi ég kæra það til lögreglu sem þjófnað.

alveg sama hvor bifreiðin það væri.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 14:31

26 Smámynd: Hlédís

Ef'a Mundi bróðir mundi vera við þá mundi hann ..kæra hana ;)

Hlédís, 15.4.2009 kl. 14:35

27 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Árni: húsin á Vatnsstígnum átti ekki að nýta. Þau átti að rífa, jafnvel þó talsmaður 'eigenda' viðurkenni að það séu litlar líkur á að fyrirhuguð bygging rísi þarna nokkurntíma á næstunni.

En þér finnst þetta sambærilegt við að brjótast inn á heimili einhvers. Furðulegt.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 14:54

28 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Tjahh

það er nýting á sinn hátt...

eigandi ætlar (ætlaði sér) að nýta lóðina.

en það skiptir því bara ekki að hann er skráður eigandi yfir þessum húsum og það er hans mál hvort að einhver sé þarna inni.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 15:40

29 identicon

Jáhh.... þetta er nú meira málið. Auðvitað er fáránlegt hvernig menn hafa sölsað undir sig stóra reiti í miðbænum til að byggja forljótar glerhallir sem eru aðeins til þess gerðar að gefa þeim skammvinnan gróða.

En En En !!! Hvernig væri að spyrja um leyfi til að nota húsnæði í þetta og þetta. "Við getum ekki borgað mikið en við sjáum að þú og margir aðrir eruð ekkert að nota húsnæðið - við ætlum að vera með uppbyggilegt starf á staðnum, félagsmiðstöð og svona....."

Það hlítur einhver glerbjáninn að bjóða fram húsnæði sitt sem á að rífa fyrir gott málefni. Er það ekki einmitt þannig með Kaffi Rót ? Það þurfa auðvitar einhverjir aðilar að bera ábyrgð á húsinu á meðan og þeir munu þá sjá til þess að þarna fari ekki inn hvaða lið sem er.

Þetta er bara sjálfsögð kurteisi að spyrja áður en brotist er inn!

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:37

30 Smámynd: ThoR-E

Jáhh.. það eru lög í landinu.

Auðmenn sem ræna hundruðum milljarða frá Íslendingum, sem og evrópubúum geta haldið áfram viðskiptum sínum eins og ekkert hafi í skorist og ganga frjálsir um götur landsins. (BARA DÆMI)

En ef þú mótmælir í auðu húsi ertu stórglæpamaður og ert handtekinn samstundis.

Miklar mannvitsbrekkur margir sem hér hafa sett inn athugasemdir.

ThoR-E, 15.4.2009 kl. 21:46

31 Smámynd: Hlédís

Lögreglan gat tæmt vatnslaust húsið út með varðstöðu þar um nokkra hríð - Í stað þess var ákveðið að beita ofbeldi og eyðileggingartækjum. Skammarleg og léleg stjórnun - auk þess dýr!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 21:52

32 identicon

Löggan á skilið hrós fyrir þetta í dag, krakkar sem hafa ekkert fyrir stafni ættu  að fara að vinna við eitthvað gefandi og reyna að gera eitthvað gagn enn ekki svona niðurrifstarfssemi sem þarna var gert.

Krakkar mínir látið góðverkin tala !

Victoria (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:31

33 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Victoria: flokkarðu opnun fríbúðar, viðgerðir á húsinu og það að gefa fólki að borða -frítt- sem niðurrifsstarfsemi? Hvað er þá uppbygging í þínum augum? Að eyðileggja húsið með vélsögum eins og löggan gerði?

Ég held að hausinn á þér sé eitthvað vitlaust skrúfaður á...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 22:52

34 Smámynd: Hlédís

Óreiðulögga sem þarf að æfa sig í fautaskap og niðurbroti gamalla húsa fékk ágætis æfingarpúða og húsnæði til að athafna sig.

Hlédís, 15.4.2009 kl. 22:56

35 identicon

Hlédís...... "fautarnir" beittu engum meðulum fyrr en EFTIR að hafa fengið yfir sig GRJÓT, skemmdan mat, slökkviduft, SAUR OG ÞVAG af þessum svokölluðu hugsjónarhetjum ykkar......

Þetta eru ekkert nema iðjuleysingjar sem vantar dægrastyttingu !!!

Ingibörg (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:17

36 identicon

Jæja jæja, eigum við kannski að sleppa því að kalla hvort annað heimskingja hér inni :)

Þau rök sem stuðningsmenn hústökufólksins grípa oftast til eru þessi: Ef Páli tókst að brjóta lög A án þess vera nappaður að þá má Sigurlína brjóta lög B.

Eru þetta ekki undarleg rök? Má ég brjóta öll lög sem mér dettur í hug vegna þess að einhverjir peningamenn hafa mögulega brotið lög og komist upp með það (þó að það sé ekkert gefið - það tekur bölvaðan tíma að rannsaka fjármálaglæpi, munið t.d. Baugsmálið).

AceR: Stórglæpamenn? Var þeim ekki sleppt sama dag?

Hlédís: það var jú hústökufólkið sem byrjaði ofbeldið með því að kasta öllu lauslegu í lögreglumennina. Það var jú hústökufólkið sem lokaði öllum leiðum inn í húsið og nelgdi fyrir dyrnar á húsinu (skemmdir á húsinu). Hvernig á lögreglan að vinna sína vinnu - sem er að sjá til þess að lögum sé framfylgt - án þess að nota harkalegar aðferðir við inngöngu í rammgert hús?

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:57

37 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

http://maack.orninn.org/?p=42

Færsla sem ég skrifaði um reynslu mína af þessu húsi - ég ætlaði að fá leigt þarna fyrir nokkrum árum en var synjað á kynþáttagrundvelli...

Rúnavala, nennir þú að bera saman IP tölurnar hjá þessum sem eru að mæra störf lögreglunnar?

Gunnar Geir, ég held þú ættir að varast það að tala of mikið það er augljóst að þú hefur ekki mikið vit á því sem þú ert að segja.

Auk þess vil ég benda hvítliðaaulunum sem eru að nöldra hérna og væla eins og frelsari þeirra hafi verið nelgdur á bárujárnskross að þetta hús hefur staðið autt síðan fyrir jól 2006 og aldrei komist í verk að rífa það fyrr en löggan reif það á okkar kostnað í gær. ÁF og félagar fengu það sem þeir vildu, en þetta hús hefði bara haldið áfram að rotna hefði ekki verið fyrir hústökuna.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.4.2009 kl. 11:20

38 identicon

Bera saman IP tölur? Er þetta sem koma skal ef vinstriflokkarnir komast til valda. NETLÖGREGLA!! Það skal refsa þeim sem ekki eru á sömu skoðun og stjórnvöld. Þið megið setja mína IP tölu í ykkar safn Rúna, Einar og Hlédís.

Kveðja

Ingibjörg

Ingibörg (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:10

39 Smámynd: ÖSSI

Málið er að þetta lið heldur að það sé hafið yfir lögin. Einnig heldur þetta lið að það megi brjóta lög sem eru "heimskuleg" að þeirra mati. Það er í raun ekki hægt að ræða við þetta lið þar sem það er fast í þessum hugsunarhætti.

Það vill gleymast að lýðræðið er einmitt þannig að það er kosið á þing, þingið setur reglur, landsmenn sammælast um að fara eftir lögunum og lögreglan sér um að framfylgja lögunum. Þetta finns þessu fólki mjög erfitt að skilja og heldur að lýðræðið felist í því að brjóta lög sem þau telja ekki góð...alveg hreint með ólíkindum...

ÖSSI, 16.4.2009 kl. 13:41

40 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Voða paranoja er þetta, Ingibörg...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.4.2009 kl. 15:05

41 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við eigum að taka Dani okkur til fyrirmyndar og krefjast þess að hús séu notuð. Réttur og skildur eiga að fylgjast að og þegar hús standa ónotuð skemma þau umhverfi sitt og þar með gengur eigandinn á rétt annarra einstaklinga og samfélagsins í heild sinni og samfélagið á ekki að leyfa þeim það.

Héðinn Björnsson, 16.4.2009 kl. 15:22

42 Smámynd: Hlédís

"Ingibjörg" ip-tala! Ég hef ekki einu sinni minnst á að líta á ip-tölur síðan löggur fjölmenntu á síðu mína með offorsi og skömmum snemma í febrúar sl.  Þú hefur kannski verið þar á ferð undir öðru/m dulnefnum?!  Einhvers staðar hefurðu fengið vitneskju um það mál! Mikið langar mig NÚ að sjá ip-töluna þína !

Rúna Vala gefur hana etv upp hér - ekki á það að skaða neinn með hreint mannorð. Sé ip tala "Ingibjargar" ein af þeim sem heyra undir tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins má bæta henni við þær sem rannsakaðar eru.

Hlédís, 16.4.2009 kl. 16:47

43 identicon

Ok frábært æðislegt nýja íslandi er cool Þarna kom svar við hruni bankanna SPYRILL = HVAR ERU ALLIR PENINGARNIR SVAR = NÝTINGARÉTTUR ÞEIR VORU ÞARNA ÓNOTAÐIR SVO KOMU ALLATAF FLEIRI SEÐLAR ÞETTA VAR EKKI HÆGT AÐ LÁTA SKEMMAST INNÍ GEYMSLU SPYRILL = ÞÁ ER ALLT Í LAGI ÞIÐ VORU BARA AÐ NOTA PENINGA SEM VORU FARNIR AÐ SKEMMAST .... ÞAÐ FER GREINILEGA ENGIN VÍKINGUR Í FANGELSI MIÐAÐ VIÐ ÞETTA,, FYRIR HINA SEM SKILJA EKKI TXT FYRIR OFAN ÞÁ VIRKAR HREINSUN SVONA Í BANKAKERFINU... >>>>>>>>>>

  Abra ka dabra    Reyna aftur

   Abra la blabla     Reyni aftur

   Abra hahaha poom

Frábært það virkaði þú ert saklaus núna

Zippo (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:52

44 Smámynd: Einar Karl

Ímyndið ykkur að þið búið í friðsælli botnlangagötu í Grafarvogi með nettum snyrtilegum parhúsum. Svo einn dag flytur einn nágranninn í burtu, en enginn flytur inn í staðinn. Svo flytur annar burt, en það hús stendur líka autt. Svo gengur þetta koll af kolli, og eftir 2 ár eru 9 af 28 húsum tóm. Enginn hirðir garðana í tómu húsunum, rúður eru brotnar, dópistar gera sig heimakomna í einu þeirra um tíma, einhverjir grannar úr næstu götu nýta innkeyrslur tómu húsanna sem bílakirkjugarð og gatan fær á sig heldur skuggalega ásýnd.

Svo kæmust þið að því að þessi 9 hús væru í eigu tveggja verktaka sem vildu alls ekkert púkka upp á húsin heldur láta rífa þau og byggja glæsilegan KFC stað, þeir væru bara bíða eftir að borgin myndi samþykkja breytingu á deiliskipulagi, en þeir væru vongóðir, þeir væru jú búnir að styrkja myndarlega prófkjörssjóð síns borgarfulltrúa.

Væri þetta í lagi?  HVað með eignarrétt og réttindi íbúana sem eftir eru?

Hver á götuna? Hver á umhverfið? Götumyndina?

Segjum nú að unglingar í hverfinu myndu hreinlega hertaka eitt húsið, slá garðinn, setja upp gardínur og skapa æfingaaðstöðu fyrir pönkhljómsveitir.

Myndu smáborgarabloggarar þeysast fram og tala um heilagan eignarrétt þeirra sem skemma götuna?

Einar Karl, 16.4.2009 kl. 23:29

45 Smámynd: Hlédís

Góð samlíking, Einar karl!

Hlédís, 17.4.2009 kl. 00:00

46 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ef einhver á hús, þá á hann hús .... enginn annar getur bara komið og tekið það ef honum líst ekki á nýtingu/nýtingarleysi hússins. Það er yfirvalda að koma í veg fyrir að hús/heilu hverfin grotni niður vegna áhugaleysis eigenda á fasteignum sínum, en EKKI hlutverk hústökufólks!  Fólk almennt getur ekki tekið lögin í sínar hendur, það myndi auðvitað enda með skelfingu. Við getum reynt að hafa áhrif á lögin og umhverfi okkar EN aldrei með því að túlka þau eins og okkur hentar hverju sinni.  Umfram allt verðum við að standa með okkar lögreglu sem er einfaldlega að vinna vinnuna sína og framfylgja lögunum, hver sem þau eru hverju sinni.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.4.2009 kl. 00:05

47 identicon

Einar Karl: nema að þessir krakkar voru ekki að slá garðinn!!!! þau voru að sanka að sér grjóti, gera þarfir sínar í fötu, stela rafmagni frá nágranna og að valda hávaða sem kvartað var undan.......

Held þú ættir að fara í útsýnistúr inn í eitthvert húsanna sem þau hafa hafist í og ákveða svo í framhaldi af því hvort þú myndir kjósa þau sem nágranna???

Það er nú ekki alveg hægt að kokgleypa við öllu sem vellur upp úr þeim.

 Hver á svo að bera ábyrgðina ef eitthvað kemur fyrir í einhverju húsana sem þau hyggjast taka yfir þegar ekkert þeirra virðist þurfa að bera ábyrgð á neinni ákvarðantöku sem er tekin innan hópsins, þá er nú gott að geta skýlt sér bak við klútinn ;o)

zorro (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:13

48 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Katrín: verðum við að standa með lögreglunni sama hvaða aðferðum hún beitir? Ef lögreglan beitir óhóflegu ofbeldi og veldur auk þess stórfelldum eignaspjöllum (undir því yfirskini að hún sé að vernda eignina), eigum við þá ekki bara að sitja hjá, heldur hrósa henni fyrir aðgerðirnar?

Ég ætla rétt að vona að þú kynnist aldrei vinnubrögðum sumra lögreglumanna, þá kæmi líkast til annað hljóð í strokkinn.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.4.2009 kl. 00:15

49 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

zorro: ég veit ekki í hvaða heimi þú lifir, en í þessum sem ég bý í var hústökufólkið upptekið við að mála og dytta að. Þau útbjuggu mat ofan í gesti og gangandi, opnuðu fríbúð og hellu upp á kaffi. Hafi þau 'gert þarfir sínar í fötu' hefur það líklega verið vegna þess að ekki mátti opna fyrir vatn og rafmagn í húsinu. 

Ákvarðanataka innan hópsins hefur líklega verið sameiginleg - raunverulegt lýðræði, sem stundum er kallað anarkismi - og því ber hópurinn sameiginlega ábyrgð. 

Já, furðulegt, zorro, að fólk skuli ekki auglýsa nafn sitt og andlit  

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.4.2009 kl. 00:21

50 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég leit þarna við um daginn og skoðaði aðstæður um allt húsið enda þekki ég til þarna. Það voru hvergi skít/hlandfylltar fötur.
Það var hinsvegar fólk að þrífa og mála veggi, helvítin á þeim! (Að þetta fólk skuli ekki geta skammast sín fyrir slíka iðju!)

Getur þú nefnt eitt annað hús sem þessi hópur hefur tekið yfir?

Þekkjandi lungan af þessum krökkum* get ég sagt að ég myndi gjarnan vilja þetta fólk sem nágranna.

*sem er nú athyglivert orðaval yfir fólk sem er sjálfráða, hefur kosningarétt og samkvæmt lögum teljast til fullorðinna manna, langsamlega flestir þarna eru á ofanverðum þrítugsaldri og nokkrir skriðnir yfir þrítugt...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.4.2009 kl. 02:11

51 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Málið er ... að þessir krakkar höfðu þónokkuð til síns máls að taka. Miðbærinn er orðin hálf auður og það þyrfti helst að koma einhverri starfsemi þarna á lagginar til þess að hleypa lífi í miðbæinn. þessi hugsjónarstarfsemi hjá þeim er heldur ekki alvitlaus og get ég tekið undir margt með því sem þau voru að pæla.

Hitt er að hvernig þetta var framkvæmt hjá þeim fanst mér gagnrínsvert. því mér fannst þessir krakkar fara fram með vissu offorsi og svo er mér algjörlega fyrirmunað að skilja afhverju þau klæða sig alltaf upp sem palistínuarabbar. Einnig finnst mér bókað mál að sá sem á þennan stað hefur allan rétt á að fara með staðin eins og honum sýnist. Ég vil benda á að félagi minn hafði talað við eigananda þessa húss um að fá að leiga staðin á sanngjörnu verði en út því að þetta hústöku fólk kom þá var sá möguleiki eyðilagður fyrir honum.

Eins og venjulega kemur svo Lögreglan á svæðið og kom framferði hennar mér ekki á óvart. Ekki nóg með það a hún lumbraði á blessuðum krökkunum þá var hús lagt í rúst sem var friðað. Með öðrum orðum þá framdi lögreglan brot með þessu framferði þínu og var engu skárri í sinni hegðun.

Mín niðurstaða er þessi...

Krakkarnir hafa ekki rétt á að vera þarna ef eigandi staðarins er gegn því- en málstaður þeirra er um margt virðingaverður. - það þarf að hleypa lífi í miðbæinn og því eru svona einstaklingsframtök af hinu góða ef þú eru framkvæmd í sátt og samlindi.

Lögreglan ....átti að fara á staðin og stoppa þetta af en ... hvernig hún kom fram var ALGJÖRLEGA ÚT Í HÖTT og henni líkt. Karlmennskutilburðir sem voru líkari heilalausum steratröllum sem sinna dyravörlu eru orðin einkenni lögreglunar í stað þess að fara aðrar leiðir. Mögulega mátti lögreglan beita harðræði því ekki var farið eftir þeirra vilja en að leggja húsið hálfpartin í rúst er með ÖLLU ÓVERJANDI og í raun hreint og klárt brot af þeirra hálfu.  

Brynjar Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 07:15

52 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ég vil benda á að félagi minn hafði talað við eigananda þessa húss um að fá að leiga staðin á sanngjörnu verði en út því að þetta hústöku fólk kom þá var sá möguleiki eyðilagður fyrir honum."

Eigandinn heldur því fram að húsið sé óíbúðarhæft, hvort sem það er satt eður ei. Ég efast um að félagi þinn hefði fengið að leigja það, enda enginn áhugi hjá verktökunum fyrir að nýta húsin, þeir vilja bara fá að rífa. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.4.2009 kl. 09:25

53 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Tinna..

Enda höfnuðu þeir tilboðinu.  

Brynjar Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 09:59

54 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hversvegna kennirðu þá hústökufólkinu um það?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.4.2009 kl. 10:22

55 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Brylli, ég vil benda þér á blogg frá mér um þetta hús og reynslu mína af þessum eigendum: hérna (hlekkur færir þig á blogg á orninn.org)

Þeir hefðu aldrei tekið tilboði félaga þíns frekar en nokkurs annars.

Það hefði ekki verið þeim í hag.

Hinsvegar voru aðferðir lögreglu GJÖRSAMLEGA niðurrifsseggjunum í hag.

Anarkistarnir máluðu og þrifu, sem ég hygg að hafi ekki skemmt sérlega mikið fyrir vini þínum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.4.2009 kl. 12:19

56 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ingibjörg IP, ég var nú að meina að fólkið geti fylgst með áróðri úr Dómsmálaráðuneytinu því eins og Hlédís sagði hérna að ofan (og ég er búnað sannreyna með IP tölum frá henni) að tölvur Dómsmálaráðuneytisins eru þegar nýttar til þess að dreyfa áróðri á netinu, annað hvort af persónulegum eða öðrum ástæðum, en málið er að tölvur DMR á ekki að nota í slíkt, það er jafn mikin sóun á skattpeningum okkar að NETLÖGREGLA DMR sé að dreyfa áróðri í gegnum netið (sama af hvaða ástæðum það er) og að LÖGREGLA sé notuð sem niðurrifscrew af verktakafyrirtæki sem hefur látið hús drabbast niður á áberandi stað í miðbænum í 2,5 ár.

Eins vil ég benda þér á að Netlögregla hefur ekkert með Vinstri/Hægri skilgreinginuna að gera því hún er ekki ekónómsk. Heldur Gerræði vs. Lýðræði.

Hún var þegar komin í tíð BB og síðast þegar ég vissi var hann ekki vinstri...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.4.2009 kl. 12:25

57 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Tinna ??

HA ???

Kenna þeim um hvað ?  

Lestu rétt.. .Ég sagði að þær sem ættu eignarétt á þessu húsi ættu fullan rétt á að gera það sem þeir vildu  á þessum fleti. Það er borðliggjandi og lögreglan því í fullum rétti að reka þeta fólk úr þessu húsi. Það segir sig sjálft og öllum heilvita manneskjum ljóst.  Hitt er að sjónarmið þeissara krakka fyrir margt skiljanleg. Það eru mörg tóm hús í bænnum sem mætti nýta betur og í raun algjör nauðsin.

Ég var ekki á móti því að lögreglan framkvæmdi þær aðgerðir að fá þetta fólk úr þessu húsi... en gagnríni harðlega hvernig hún fór að því og hún var í raun að brjóta lög með því að eyðileggja friðað hús.  

Brynjar Jóhannsson, 18.4.2009 kl. 01:41

58 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ég vil benda á að félagi minn hafði talað við eigananda þessa húss um að fá að leiga staðin á sanngjörnu verði en út því að þetta hústöku fólk kom þá var sá möguleiki eyðilagður fyrir honum."

Ég gerði ráð fyrir því að 'út því' eigi að vera annað hvort 'út af því' eða 'úr því'. Ef það er rétt ályktað, get ég ekki lesið annað út úr textanum en að þú sért að gefa í skyn að það hafi verið vegna hústökunnar sem félagi þinn fékk ekki að leigja húsið.

Ef það er rangt hjá mér, endilega segðu mér þá hvað þú áttir við.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 02:25

59 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Vegna hústökufólksins og hriðjuverkastarfsemi lögrelgunar þá ... fór þessi von hans forgorðum..

Brynjar Jóhannsson, 18.4.2009 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband