Já, það er gaman að sjá að líflegar og (oft) málefnalegar umræður sköpuðust um mitt síðasta blogg. Þetta sýnir að þetta er mjög mikið hitamál hjá mörgum og að þetta þarf að ræða til hlítar.
En svo að ég breyti nú um umræðuefni, þá var ég að lesa 9. kafla Eirbyggja sögu og gera úr honum smá málvísindaverkefni. Ég ætla að segja ykkur um hvað hann fjallar.
Á Þórsnesþingi voru margir úr ætt Kjalleklina saman komnir og þeim þóttu Þórsnesingar einum of góðir með sig að leifa fólki ekki að míga og skíta hvar sem það vildi því að land þeirra, sem þingið var haldið á, væri eitthvað "merkilegra" eða "heilagra" en lönd annarra. Þeir neituðu að eyða sínum dýrmætu skóm til að ganga út á nes til að gera þarfir sínar. Þorsteinn Þorskabítur safnaði að sér mönnum sem samþykktu að verja landið ef einhverjir myndu ætla að sinna kalli náttúrunnar þar. Um kvöldið, þegar Kjalleklingar voru búnir að éta og drekka fylli sína, gengu þeir í átt að nesinu, en beygðu út af leið áður en þangað var komið. Þegar Þorsteinn og hans menn urðu þess varir hlupu þeir til með stríðsópum og réðust að Kjalleklingum. Þarna varð mikill bardagi og þrátt fyrir að Þorgestur hinn gamli og Áslákur úr Langadal reyndu að stía þeim í sundur, varð mikill mannskaði. Hóparnir skildu í illu og Kjalleklingar fengu ekki að gera þarfir sínar á vellinum, þar sem þeir vildu, heldur fóru um borð í skipið sitt og sigldu burt.
Segið svo að íslendingasögurnar séu leiðinlegar!
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.