Trúmál eða... ó-trúmál

Ég er aþíisti, trúleysingi. Ég er skráð í ásatrúarfélagið af því að mér fannst það viðeigandi á þeim tíma. Ásatrúarfélagið tekur við trúleysingjum, áhugamönnum um Vorn sið, fólk sem vill bara djamma og drekka mjöð og fólk sem er í alvöru ásatrúar. Ég er trúleysingi. Ég trúi ekki á guð, ég fer ekki í kirkju, en ef ég neyðist til þess fer ég ekki með faðirvorið og ég fer ekki með trúarjátninguna. Ég svara prestinum ekki þegar hann tónar nema svo beri við að ég sé í kórnum sem sér um kórsöng í guðþjónustunni.  Hvað er það að vera trúleysingi? Jú, Kristni er eins fyrir mér og Islam, Búddatrú og Gyðingdómur er fyrir flestu fólki. Ég trúði á guð þegar ég var krakki og ég fermdist í góðri trú, en svo, tjah... sá ég ljósið. Ég held því fram að trúarbrögð hafi verið leið fólks til að útskýra það sem það ekki skildi og síðan hafa yfirvöld tekið þau upp á sína arma og notað hana til að hafa hemil á þjóðum sínum. Það virðist vera tilhneiging manna til að skapa yfirvald í huga sér til að hræðast og hlýða og þakka fyrir allt það sem því er gefið í lífinu. Það hafa til dæmis, á nokkrum stöðum í heiminum sem hafa engin samskipti, skapast svokölluð "frakttrúarbrögð" (cargo religion). Þá hafa vestrænir menn komið og byggt flugvöll á eyjum í Míkrónesíu, skrifað bréf og stundað skrifstofuvinnu, marsérað fram og til baka og fengið stórkostleg tæki send með fraktskipum. Þegar vestrænu hermennirnir fóru hélt fólkið áfram að marséra og stokka blöð (því það sá það aðmírálana gera) og trúir því að John Frum muni koma með farm frá guðunum. Þetta er okkar eðli, að skýra allt sem við skiljum ekki. 

Annars vil ég nefna að ég er nýbúin að læra að njóta arabísks kaffis og gæddi mér á frosnum hákarli með bolla af ilmandi arabísku kaffi frá Ísrael. Þetta er skemmtilegt dæmi um tvo menningarheima sem mætast og passa svona skratti vel saman! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband