Holland? Nei, Niðurlönd...

Við skelltum okkur til Hollands í þarsíðustu viku. Þar komst ég meðal annars að því að Holland er aðeins hérað í hinum svokölluðu Niðurlöndum. Þórgnýr fór á nördasýninguna IBC þar sem hægt er að berja ýmsa græjuna augum sem hægt er að nota í hvurskonar útsendingar, eftirvinnslu og upptökur. Á meðan gekk ég um hina ægifögru Amsterdam, ýmist ein eða með sófadýrum sem skrá sig sem "up for coffee". Þegar Þórgnýr og vinnufélagi hans voru búnir að nörrast nógu lengi tókum við lestina til Maastricht. Það vildi ekki betur til en svo að það var rafmagnslaust í Utrecht, þannig að við þurftum að fara í kring um landið í staðin fyrir beint á áfangastað. Þ.e.a.s. fá Amsterdam til Den Haag, þaðan til Eindhoven og loks til Maastricht, þar sem við eigum kunningja. Við fórum í hjólatúr til Belgíu og skoðuðum kalksteinshella, gerða af mannahöndum, frá því á tímum Rómverja. Um kvöldið elduðum við (tjah, eða strákarnir...) dýrindis kjúlla og í eftirmat var ís og jarðarber. Loks gæddum við okkur á íslensku brennivíni, ópalsnafs og ópali. 

En hingað heim. Ég sinnti starfi mínu í fyrsta sinn sem formlegur aðstoðarumsjónarmaður Hlíðaskjóls, frístundaheimilisins í Hlíðaskóla oooog ég er mjög ánægð með það.  Skólinn gengur vel, so far, enda er ég ekki  nema í tveimur fögum eins og stendur. Solveig hélt til Japans í morgun til að hafast þar að í tíu mánuði!!!!! Eins gott að hún kemur aftur fyrir brúðkaupið Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Miðað við hvað þetta land er lágt undir sjávarmáli þá mætti kalla þetta land NIÐURFALLSSLAND eða mögulega HOLULÖND 

Brynjar Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband