Ég held við getum öll verið sammála um það að strætisvagnastjórar eru jafn misjafnir og við hin. Stundum lendir maður á vagnstjóra sem vill ekki einu sinni hleypa manni út á rauðu ljósi en svo getur maður lent á vagnstjóra eins og ég lenti á í morgun. Þetta byrjaði allt með því að á Hlemmi kom inn maður í einkennisbúningi Strætó og fór að ganga um og skoða skólastrætókortin hjá fólki. Hann vildi einnig sjá skilríki til að sjá hvort einhver væri að svindla. Ég fór að hugsa mitt um þetta system og fannst það hálf bjálfalegt. við tókum að nálgast stöðina mína, sem er óþægilega langt frá áfangastað mínum: vesturenda Hlíðaskóla. Þegar við nálguðumst hringtorgið við Hlíðaskóla stóð upp stúlka og fór að spjalla við vagnstjórann og það endaði með því að hann stoppaði til að hleypa henni út Í MIÐJU HRINGTORGINU. Að sjálf sögðu stökk ég til og hljóp út en um leið og vagndyrnar lokuðust áttaði ég mig á því að húfan mín hafði legið í fanginu á mér og varð eftir inni í vagninum. Ég sneri mér við og mæmaði að ég hefði gleymt húfunni minni. Vagnstjórinn og félagi hans glottu og opnuðu dyrnar. Ég var búin að sætta mig við að þurfa að sitja að næstu stöð en annað kom á daginn. Á móti mér kom kona með húfuna mína, ég sneri mér við og stökk aftur út úr vagninum sem "beið þolinmóður" og vagnstjórarnir enn brosandi. ég var fljótari í vinnuna fyrir vikið og hef öðlast nýja trú á vagnstjórum borgarinnar.
Spurt er
Hvaðan komstu inn á þetta blogg?
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það nú ekki einum of að stoppa í miðju hringtorgi?! Hvað með bílana sem á eftir komu?
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.10.2007 kl. 13:06
Það voru engir bílar
Rúna Vala, 2.10.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.