Ég var í partýi hjá bekkjarsystur minni á Hverfisbarnum s.l. laugardagskvöld. Við drukkum bjór sem var í boði afmælisbarnsins og höfðum það gaman. Allt í einu, um eittleytið, sagði Karólína: nei, Hakan!!! Ég leit við og þar stóð Hakan og tjáði mér að Þórgnýr kæmist ekki inn vegna þess að það væri dresskód. Vilborg, sú sem átti afmæli, ákvað að taka málin í sínar hendur og fór að tala við dyravörðinn. Hún var sko ekki á þeim buxunum að við værum að fara og tókum við því til við að reyna að sannfæra dyravörðinn um að Þórgnýr væri í raun mjög vel klæddur. "hann er í APPELSÍNUGULRI lopapeysu!!!" sagði dyravörðurinn og þóttist vera stórhneykslaður. "ÉG prjónaði þessa peysu og lagði mikinn metnað í hana, skal ég segja þér" æpti ég. "svo er hann í stuttermabol undir og antíkvesti frá Iðunni! Í hverju ert þú undir? AHAAA!!! Stuttermabolur!" "já en ég er í Hugo Boss utanyfir" vældi dyravörðurinn. "Mér er alveg sama, þú ert í svörtum stuttermabol undir!". "Hann má koma inn ef hann fer úr lopapeysunni" Þá var mér nú nóg boðið. Eins skemmtilegt og það var í afmælinu, þá er Hverfisbarinn einkar slísí og leiðinlegur staður með leiðinlega tónlist og ég sagðist ekki láta bjóða mér svona. Ég Kvaddi Vilborgu og stormaði burt með Þórgný og Hakani. Þórgnýr sagði mér að á meðan hann mátti ekki fara inn þá hleyptu þeir gaurum sem voru í forljótum rúllukragapeysum og hvítum stuttermabolum inn. Við hneyksluðumst á þessu um stund, það var greinilegt að eina ástæðan fyrir því að þeir hleyptu honum ekki inn var að þeir fíluðu ekki lopapeysuna (það er hægt að sjá hana í myndaalbúminu merktu prjónaskapur). En í raun björguðu þeir kvöldinu, því að, eins og áður sagði, þá er Hverfisbarinn einkar leiðinlegur staður. Við fórum á Kofann þar sem vinkona okkar var að DJ-ast og við dönsuðum Lindy Hop frameftir morgni.
Flokkur: Bloggar | 10.12.2007 | 10:23 (breytt kl. 10:24) | Facebook
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ah... pfeh.. yfff... ég á ekki orð!
Soruvei (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:07
Það er líka bannað að fara í hettupeysum á Sólon :s líka þær sem eru fancy
Sussusvei
Sigrún (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 01:11
Sigrún! Ertu að bera saman lopapeysuna sem ég prjónaði með bita úr hjartanu í mér og hettupeysum!?!?!
Rúna Vala, 15.12.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.