Ég skrifaði þetta bréf áðan og sendi það á borgarstjórann. Ég vona að þetta tölvupóstfang sendi það á réttan stað og að ég fái svar við því.
Borgarstjóri!
Ég fékk þetta tölvupóstfang í tengslum við samtök sem beita sér gegn niðurrifs húsa við Laugaveginn.
Sum þessara húsa mega alveg missa sín, en tvíeykið Sirkus og Kaffi Hljómalind eru ekki meðal þeirra. Hefur þú kynnt þér starfsemi þessara blómstrandi fyrirtækja? Kaffi Hljómalind selur lífrænar vörur og er ekki rekið í gróðaskyni (við þurfum á fleiri þannig fyrirtækjum að halda í þessu samfélagi gróðafýsnar sem við lifum í) og heldur reglulega tónleika þar sem fram koma alls konar listamenn, atvinnulistamenn og "amatörar" og fá þar margir að stíga sín fyrstu skref í átt að frægð og frama. Allt þetta í notalegu umhverfi húss með sál.
Sirkus er skemmtistaður. Hann er lítill og þröngur en þar skapast ótrúleg stemmning þegar góð tónlist er spiluð. Auk þess hafa margar hljómsveitirnar og aðrir tónlistarmenn stigið á stokk í bakgarði hússins á góðum sumardögum og -kvöldum. Þar eru líka haldnir flóamarkaðir á sumrin.
Þessi tvö hús skapa í sameiningu götustemmningu sem finnst varla annars staðar í borginni og með því að rífa þau og byggja verslunarhúsnæði er verið að gera að engu þessa ótrúlegu upplifun. Ef fram heldur sem horfir mun enginn hafa ástæðu til að fara í miðbæinn til að versla því það er hægt að fá sömu tilfinningu í Kringlunni eða Smáralind og þar er þó nóg að bílastæðum og hægt að vera inni í friði fyrir veðri og vindum.
Ég leyfi mér að biðja þig, fyrir hönd þeirra sem hafa notið verunnar í miðbænum (eða það sem eftir er af honum), að hugsa þig vel um áður en þú heimilar niðurrif á þessum húsum og fleirum. Farðu í góðan göngutúr í miðbænum, ekki bara frá bílnum og inn á skrifstofu, heldur frá Hlemmi og niður Laugaveginn, áfram Bankastrætið, líttu upp eftir Skólavörðustíg stundarkorn, haltu svo áfram Austurstrætið og gakktu yfir Austurvöll áleiðis til skrifstofunnar. Eftir þetta, hugsaðu þig um: hvað er það sem gerir miðbæinn að því sem hann er? Eru það nýbyggingarnar eins og húsið sem stendur þar sem Stjörnubíó stóð? Eru það steinkassarnir frá því um miðja síðustu öld eins og hús Máls og Menningar, eða eru það gömlu, mis-fallegu, húsin frá lokum 19. aldar og upphafi þeirrar 20.? Mistökin sem eru um það bil að eiga sér stað í Reykjavík hafa áður verið gerð í öðrum löndum, hví ekki að læra af þeim og hlúa frekar að gömlu, mis-fallegu húsunum og gera þau öll falleg?
Bestu kveðjur,
Sigrún Vala Þorgrímsdóttir, nemi og íbúi í miðbænum.
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Vala! Ég styð þetta bréf heilshugar!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.1.2008 kl. 09:42
Ég vona að það verði ekki eintóm glerháhýsi í miðbænum þegar ég kem aftur heim.
Solveig (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:45
Bréfið þitt hlýtur að hafa lekið því nú eru uppi hörð mótmæli gegn niðurrifi Sirkuss og Húsafriðunarnefnd hefur ákveðið að leggja til að 10 hús við Laugaveginn verði friðuð, þar af 4 sem þegar er búið að gefa veiðileyfi á. Það sem kemur á óvart er að flest þessara húsa líta bara mjög vel út!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:37
Ætli það... það eru fleiri sem hugsa á mínum nótum :P
Rúna Vala, 29.1.2008 kl. 11:06
sammála þér vala mín, einstök stemning sem myndast þarna á sumrin. Fékk einusinni geggjað sætan kjól á þessum flóamarkaði.
Mér finnst myndast þarna stemning sem kolaportið er að tapa.
Sunna tunna (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.