Langt síðan síðast!

Já, langt er nú síðan ég hef ritað hér. Ég ætlaði þessari bloggsíðu nú ekki að verða persónuleg dagbók, en engu að síður, þá ætla ég að nota hana sem slíka í þetta sinn.Ég er á fullu í náminu, auk þess sem ég vinn á frístundaheimilinu þrjá daga vikunnar. Þar að auki tók ég að mér að prófarkalesa fyrir heyrnarlausa í Háskólanum. Það getur verið erfitt, þar sem ég þekki ekki endilega efnið sem þau eru að skrifa um. En ég fæ borgað í úttekt í bóksölunni, þannig að þetta er þess virði. Núna er verkefnavika í skólanum, en það þýðir ekki frí, heldur vinnu, verkefni og svo hef ég þurft að mæta í skólann einn dag. Í byrjun desember sótti ég um að komast sem skiptinemi til Iowa, nánar tiltekið í The university of Iowa í Iowaborg. Ég varð fyrir valinu. Það var bara einn annar umæskjandi, en það segi ég engum. Mér var komið í samband við stelpu sem er hér sem skiptinemi en er í þessum háskóla. Hún er ýkt fín og ég er ánægð með að vera þegar komin með vinkonu þarna úti. Hún hjálpaði mér heilmikið með pappírsvinnuna. Hér eru nokkrir linkar sem ég hvet áhugasama að kíkja á:
Iowaháskóli: www.uiowa.edu
River City Housing (þar sem ég vonast til að búa): www.river-city-housing.org
Iowaborg: http://www.iowacity.com/
 
Við vitum ekki hvort minn tilvonandi ektamaður komist með en hann er að vinna í að fá vinnu þarna úti, vonandi í Chicago. Ef hann fær vinnu getur vinnuveitandinn sótt um atvinnuleyfi fyrir hann, það er auðveldast þannig.Svo verður bara lagt í hann stuttu eftir brúðkaupið, ef allt fer að óskum: :)
Hér er svo ein skemmtileg mynd frá Kosta Ríka :) 

Frítt fólk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband