Myndir

Það eru komnar myndir!!! Slóðin er www.trendbreaking.com/vala.
Von bráðar koma fleiri myndir, meðal annars úr frumskóginum...

Kosta Ríka-blogg fimm: uppi í fjöllunum á ný.

Sit í herberginu hennar Bjargar sem er jafnframt tölvuherbergi. Það er steypiregn úti, enda regntímabil. Það var þó sól áðan og við notuðum tækifærið og skelltum okkur í sund.
Í gær komum við aftur upp í fjöllin frá ferð okkar til Karíbahafsins. Það er mjög ólík stemmning þar,
næstum eins og að vera kominn til Jamaica, enda búa margir þarna sem eru ættaðir þaðan. Allt er mjög afslappað og gengur mjög hægt, meira að segja hundarnir veigra sér við að hlaupa, enda er þarna mikill hiti, jafnvel á regntímabilinu. Við gistum fyrst í kofa fyrir fjóra með verönd fyrir framan, mjög kósí en frekar opið þannig að maður hafði það á tilfinningunni að það væri mikið líf í tuskunum. Enda fékk ég líka nokkur bit um nætur. Þarna gistum við tvær nætur, þá fluttum við okkur á ódýrara hótel en alls ekki síðra. Þar gistum við í 4 manna herbergi og ég fékk bara tvö bit aðra nóttina.
Fyrri nóttina fór rafmagnið af þorpinu, enda rafkerfið ekki upp á marga fiska. Við vöknuðum í kæfandi hita, þar sem vifturnar ganga fyrir rafmagni, og niðamyrkri. Um morguninn, þegar við ætluðum í sturtu, var heldur ekkert vatn. En það kom, ásamt rafmagninu, stuttu síðar. Daginn áður en við fórum heim fórum við í smá safarí. Við fórum í gönguferð í regnskóginum, böðuðum okkur í hyl fyrir neðan foss (þetta var kallað natural jacuzy í auglýsingunni), heimsóttum indíánakonu sem sýndi okkur hvernig kakó og súkkulaði er búið til og að lokum heimsóttum við iguana-bú, þar sem ungað er út iguanaeðlum, þeim komið á legg og síðan sleppt. Þegar eðlurnar eru tilbúnar að verpa koma þær aftur og klifra sjálfar inn í girðinguna. Síðan er þeim bara hleypt út þegar þær eru búnar að verpa. Þetta var svakalega skemmtilegur túr, sérstaklega að synda í frumskóginum, þegar maður var búinn að venjast því að vera í vatninu. Ég var heldur ekkert bitin þar. 
Annan daginn, á meðan Gústi fór í brimbrettakennslu, fór ég til læknis. Bitin sem ég fékk nóttina áður en við lögðum í hann voru orðin svo rosaleg
að kálfinn var orðinn bólginn og það var farið að gutla í fætinum á mér vegna bjúgs. Læknirinn gaf mér ofnæmissprautu í rassinn og resept upp á ofnæmislyf og sýklalyf til að ég fengi ekki sýkingu. Bólgan var fljót að hjaðna eftir þetta. Seinna sama dag tók pabbi eftir því að bitin hans voru orðin að blöðrum á fætinum á honum, þannig að hann fór líka til læknis, fékk ofnæmislyf og sýklalyf, sterkari en mín og í lengri tíma, vegna þess að hann var kominn með sýkingu. En bitin hans
voru ekki eftir moskító, eins og mín, heldur flær. Ég hef líka fengið nokkur flóabit, en er greinilega ekki með ofnæmi fyrir þeim. Já, það eru allskonar skorkvikindi sem geta bitið mann hér í Kosta ríka. Ég er með eitt á mjög óhentugum stað, akkúrat undir ólinni á sandalanum á hægri fæti, rétt fyrir ofan litlu tá. Þetta er agalegt. Nú, þegar við erum komin aftur í stöðugt internetsamband má búast við að ég bloggi meira, og við erum að reyna að koma myndunum upp.

 Mynd ársins, Vala og Björg á Alcielo í Alajuela.

Á Alcielo


Kosta Rika-blogg 4:Karibahafid

Eg sit a internetkaffi i baenum Puerto Viejo vid Karibahafid. Aetladi bara ad lata vita af mer. Eg er frekar tjad afbitum, er med 7 a odrum faeti, atta a hinum og eitt til. Annars er allt gott ad fretta. Vid Gusti skradum okkur i brimkennslu a morgun og svo verdur farid i safari a manudaginn. Vid holdum svo heim til Alajuela a tridjudaginn svo ad pistillinn hans pabba komist til skila og verdi utvarpad a midvikudaginn milli 5 og 6.  Tad verdur sma bid eftir myndunum, en taer koma. 

Kosta Ríka-blogg þrjú, sveitin.

Hér gengur lífið sinn vanagang, við förum snemma að sofa, snemma á fætur og borðum mikið. Maturinn er líka svo góður hérna! Í gær fékk ég mér, á veitingastað uppi í sveit, einhverskonar maísdeig með ýmsu í, vafið inn í bananalauf. Þannig er borðað hérna á jólunum. Í gær fórum við í sveitina hans Alex. Fyrst heimsóttum við ömmu hans og kaffiplantekru fjölskyldunnar. Það er samt engin plantekra, heldur skiki. Bændurnir í kring safna baunum saman í þartilgert hús og selja síðan uppskeruna saman og hver fær sinn skerf. Á skikanum eru líka appelsínutré, bananatré og mangótré auk skógarins sem umlykur. Við fórum inn í skóginn og skoðuðum svoítið. Ég lét gamlan draum rætast og át mangó beint af trénu. Ég reif hýðið utanaf honum með tönnunum, skyrpti tví út úr mér og stýfði mangóinn úr hnefa. Ég komst reyndar að því að mangó sem fæst heima er ekki mangó, heldur manga!!! Og mangóinn sem ég gæddi mér á er svo miklu betri. Hann er pínulítill. Okkur langar að flytja hann inn... og reyndar marga ávexti sem fást hér. Næst heimsóttum við föðursystur Alex. Þar hjálpaði ég Alex að tína appelsínur og við gæddum okkur á kaffi og brauði. Í millitíðinni fórum við á veitingahúsið sem ég nefndi áður. Þessi sveit er ekki nema í hálftíma akstursfjarlægð frá Alajuela.

Við höfum verið dugleg að smakka nýja ávexti og grænmeti. Ég hef áður nefnt plátanos, stóru bananana sem verður að matreiða áður en þeir eru étnir. Vð smökkuðum aðra tegund í gær. Hún er minni en okkar bananar og mjölmiklir. við borðuðum þá soðna í gær og það var búið að setja yfir þá sítrónusafa. Um daginn drukkum við Gústi líka guanabanasafa í mjólk á markaðinum í Alajuela.

Ég er búin að setja upp smá myndasíðu, þar þarf bara að tengja hana netinu. Ég læt vita þegar það gerist. Pabbi átti að vera með pistil í Víðsjá í útvarpinu í gær en það klúðraðist þannig að hann verður í dag milli fimm og sex.

Hittumst heil.


Kosta Ríka-blogg tvö: Afslappelsi

Ég sit inni í herberginu hennar Bjargar og vona að ég verði ekki stungin frekar. Moskítóflugunum finnst nefnilega gaman að vera undir skrifborðinu þar sem heimilistölvan er og kapallinn sem við notum til að tengja fartölvurnar á netið liggur. Í gær fórum við í bæ sem heitir Heredia. Hann er eiginlega alveg eins og Alajuela, þar sem við búum og San José, sem er höfuðborgin í Kosta Ríka. San José er bara stærri. Við höfum mest bara gengið um, litið inn í nokkrar búðir og sest á kaffihús og veitingahús, að ekki sé talað um að taka strætó. Við förum að sofa fyrir tíu á kvöldin og vöknum um sjöleytið, en mér tókst þó að sofa til átta í dag :P Við förum á ströndina Karabíahafsmegin á föstudaginn eða laugardaginn. Svo förum við á ströndina Kyrrahafsmegin seinna. Þessi færsla er orðin frekar leiðinleg hjá mér en systir mín kann sko að blogga. Hún heitir Björg og er bloggvinur minn hérna vinstramegin. Já og eitt enn: ég er komin með þrjú ný bit! Skellti á þau einhverju kremi sem ég keypti í apótekinu dýrum dómum og vona að þau verði ekki eins stór og hin. Þegar ég verð búin að steja inn myndirnar sem ég ætla að setja inn (virkar mjööög hægt) held ég að við ætlum að skreppa í bjór eða kaffi og skrifa nokkur póstkort.


Costa Rica-blogg eitt

Ég sit uppi í rúmi og það er opið út á altan... og út á bílastæði. Reyndar er opið allsstaðar út og hvers konar kvikindi eiga greiða leið inn í húsið, en ég verð að venjast því að ég get átt von á að horfast í augu við kónguló, moskítóflugu eða eðlu hvenær sem er. Þetta er reyndar mjög sjarmerandi. Herbergið okkar er við hliðina á altaninu sem liggur út í garð. Þar eru sítrónu og mandarínutré auk margra annarra planta og Gústi sá kólibrífugl þar í gær. Á morgnana og daginn heyrist í exótískum fuglum, á kvöldin í engisprettum og á nóttunni í geco sem er hvít eðla sem gefur frá sér smelli þegar hún er á veiðum. Hún er reyndar inni og étur pöddurnar fyrir okkur, þannig að okkur líkar vel við hana. Leiðin hingað gekk stórslysalaust, en samt tókst að eyðileggja ferðatöskuna mína annað hvort við að hlaða í vélina í Keflavík eða við komuna til NY. Í NY skoðuðum við Empire state (ég set inn mynd úr þeirri ferð). Þar með komst pabbi upp í þriðju tilraun, fyrst 1969, svo 1988 og núna, 19 árum síðar. Síðan settumst við að snæðingi í Litlu Ítalíu og þar með var tíminn úti því við áttum að fljúga snemma morguninn eftir. Í öryggishliðinu komst það upp að við höfðum gleymt að setja þrjár flöskur af íslensku brennivíni í ferðastöskurnar, þannig að þær voru teknar af okkur. Þegar til Costa Rica var komið sótti Alex pabbi Eriks) okkur á flugvöllinn og fór með okkur heim til mömmu sinnar, þar sem við gistum. Hún tók á móti okkur með mat. Við borðum svo mikið hérna! Stundum allt að þrjár heitar máltíðir á dag :S Það er borðaður heitur morgunverður hérna. Við fórum í smá gönguferð um Alajuela, þar sem við búum þessa stundina. Í gær fórum við svo með strætó til San José en ferðin tekur um hálftíma. San José er svolítið eins og Alajuela, bara stærri. Lítil hús, öll með háu járngrindverki utan um eða fyrir gluggum og dyrum, lélegar götur en þar sem þær eru bestar hefur hvert malbikslagið verið sett yfir annað. Við höfum borðað mikið af "lókal" mat. Hann er svakalega góður, sérstaklega svörtu baunirnar og steiktu bananarnir. Það eru samt ekki bananar eins og við þekkjum þá, heldur mun stærri og það verður að elda þá til að þeir séu ætir. Ég reyni að muna að ná mynd af þannig bönunum. Í dag fórum við upp í sveit og upp á eldfjall. Það var alveg svakalega skemmtilegt og fallegt. Núna rétt í þessu var verið að bjóða upp á lasagne. Á morgun ætlum við Björg að reyna að fara í fótsnyrtingu :P Við munum örugglega vakna snemma, eins og síðustu tvo daga. Já, og eitt enn á meðan við bíðum eftir að maturinn verði heitur: þeið sem munið eftir bitunum sem ég fékk í Kína, getiði hvað! Ójá, fimm stykki!!! En samt sjö, en hin tvö eru ekki eins alvarleg.

Sumar

Jæja, þá eru próf og ritgerðaskil að baki og framundan er vinna á 4 stöðum. Ég verð að vinna áfram á frístundaheimilinu, fara út um allar trissur með félagslega stuðninginn minn, vinna tvo daga í viðbót á Reykjavíkurflugvelli og vera viðstödd, tilbúin að hlaupa í ýmis störf á kvikmyndahátíðinni Shorts and Docs sem gústi sér um og er aðstoðarframkvæmdarstjói við. Síðan mun kórinn syngja nokkur lög á nokkrum elliheimilum og þjónustublokkum aldraðra um þessa helgi og næstu, þannig að það er mikið að gera þar til farið verður til Kosta Ríka með viðkomuí Nýju Jórvík.


Skrýtið

Varð fyrir skrýtnu atviki áðan. Var að ganga heim, upp Frakkastíginn þegar ég mætti pilti. Á síðustu stundu virtist hann kannast við mig og leit á mig mjög merkingarvullu augnaráði. En þar sem ég fékk ekki nógu langan tíma til að þekkja hann til baka gekk ég áfram. Nokkrum sekúndum síðar leit ég við og hann líka. Ég leit aftur fram og stuttu síðar aftur til baka og það gerði hann líka. En hann gekk hratt þannig að hann var kominn í þónokkra fjarlægð. Núna get ég ekki hætt að hugsa um þetta. Þekki ég hann? Fannst honum ég svona heillandi að hann varð að horfa á mig? Eða er ég bara svona skrýtin að honum hefur þótt það þess virði að skoða mig betur? Þetta er ráðgáta. En þar sem ég bý í miðbænum og flestir sem búa hérna eru fótgangandi og fara í bónus eru góðar líkur á að ég komist að hinu sanna Joyful

Áfall fyrir íslensku þjóðina

Þegar ég vaknaði um hálf tólf "í morgun" var mig búið að vera að dreyma að það yrðu stjórnarskipti á Íslandi. Það var fylgdi því þess vegna ákveðin spenna að opna tölvuna og fletta upp á mbl.is og varð ég fyrir tiltölulega miklum vonbrigðum með úrslitin. Mig grunar að ekkert muni breytast, stjórnarflokkarnir munu halda áfram í gamla farinu, senda landið til heljar með því að auka mengun, virkja allt sem hægt er að virkja og hundsa stjórnarandstöðuna. Ég verð víst að klára námið mitt í flýti svo ég þurfi ekki að fara að borga mörghundruðþúsund krónur fyrir það og taka enn eitt lánið til að geta skráð mig í skólann. Ég held ég gangi með svart sorgarband í dag... nema ég á ekkert svart sorgarband...


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnan úr löndum?

Það gæti verið Bretland, þess vegna... Skv. Wikipedia.com fjölgar hann sér í Afríku og Suð-og Mið Evrópu og Mið Asíu. Það skal tekið fram að þessar upplýsingar funndust eftir 15 sekúndna leit með Google. 
mbl.is Sjaldséður gestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband