Trúmál eða... ó-trúmál

Ég er aþíisti, trúleysingi. Ég er skráð í ásatrúarfélagið af því að mér fannst það viðeigandi á þeim tíma. Ásatrúarfélagið tekur við trúleysingjum, áhugamönnum um Vorn sið, fólk sem vill bara djamma og drekka mjöð og fólk sem er í alvöru ásatrúar. Ég er trúleysingi. Ég trúi ekki á guð, ég fer ekki í kirkju, en ef ég neyðist til þess fer ég ekki með faðirvorið og ég fer ekki með trúarjátninguna. Ég svara prestinum ekki þegar hann tónar nema svo beri við að ég sé í kórnum sem sér um kórsöng í guðþjónustunni.  Hvað er það að vera trúleysingi? Jú, Kristni er eins fyrir mér og Islam, Búddatrú og Gyðingdómur er fyrir flestu fólki. Ég trúði á guð þegar ég var krakki og ég fermdist í góðri trú, en svo, tjah... sá ég ljósið. Ég held því fram að trúarbrögð hafi verið leið fólks til að útskýra það sem það ekki skildi og síðan hafa yfirvöld tekið þau upp á sína arma og notað hana til að hafa hemil á þjóðum sínum. Það virðist vera tilhneiging manna til að skapa yfirvald í huga sér til að hræðast og hlýða og þakka fyrir allt það sem því er gefið í lífinu. Það hafa til dæmis, á nokkrum stöðum í heiminum sem hafa engin samskipti, skapast svokölluð "frakttrúarbrögð" (cargo religion). Þá hafa vestrænir menn komið og byggt flugvöll á eyjum í Míkrónesíu, skrifað bréf og stundað skrifstofuvinnu, marsérað fram og til baka og fengið stórkostleg tæki send með fraktskipum. Þegar vestrænu hermennirnir fóru hélt fólkið áfram að marséra og stokka blöð (því það sá það aðmírálana gera) og trúir því að John Frum muni koma með farm frá guðunum. Þetta er okkar eðli, að skýra allt sem við skiljum ekki. 

Annars vil ég nefna að ég er nýbúin að læra að njóta arabísks kaffis og gæddi mér á frosnum hákarli með bolla af ilmandi arabísku kaffi frá Ísrael. Þetta er skemmtilegt dæmi um tvo menningarheima sem mætast og passa svona skratti vel saman! Cool


Fréttir

Það eru fréttir sem allflestir af mínum vinum og félögum hafa heyrt, en ég ætla samt að láta það flakka hér og nú: við Þórgnýr munum gifta okkur næsta sumar. Nánari dagsetning er 8.8.2008. Málið er að við byrjuðum saman 4.4.2004, þannig að þessi dagsetning hefur þónokkuð gildi fyrir okkur... og auk þess er auðvelt að muna hana :P  Nei, við ætlum ekki að gifta okkur í kirkju. Ef þér datt það í hug, þá þekkirðu okkur greinilega ekki. Þetta verður veraldleg athöfn og mun vonandi fara fram í hlöðu í Borgarfirði. Við erum þó ekki kkomin með það á hreint.

Aðrar fréttir eru þær að mér var boðin staða sem aðstoðarumsjónarmaður frístundaheimilisins Hlíðaskjóls í Hlíðaskóla, þar sem ég vann frá janúar síðastliðnum og fram að sumarfríi. Mér reiknast svo til að þetta sé um það bil hálf staða með skólanum.

Þannig að það er allt gott að frétta héðan af Frakkastígnum. Ég held áfram að vinna eins og brjálæðingur á flugvellinum og bíð eftir stundinni sem skólinn byrjar og ég get farið að vinna í Hlíðaskjóli. Gústa gengur vel, var að ljúka við litgreiningu á mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem varð mjög ánægður með útkomuna. Það þýðir vonandi meiri vinnu fyrir hann.


Auglýsingar...

Rakst á auglýsingar á bétveimur punktur is. Fyrri er hérna og fjallar um mikilvægi þess að vera í bílbeltum. Seinni auglýsingin fjallar um hraðakstur á áhrifaríkan hátt og er hér. Það skal tekið fram að auglýsingarnar geta valdið óhug hjá viðkvæmum sálum.

Annars er það að frétta að tveggja vikna stanslaust streð er senn á enda, á föstudaginn förum við vestur í Ísafjarðardjúp til Lóu frænku. Hlakka til að komast í sveitina. Fæ fimm daga frí.

Annars var ég að hugsa um eitt sem við lærðum úti í Kosta Ríka og systir mín fjallaði um á sinni bloggsíðu fyrr í sumar. Þannig er að Kosta Ríka lagði niður her sinn og gerði, í staðin fyrir varnarsamninga, friðarsamninga við önnur lönd. Þetta finnst mér að við ættum að gera, sérstaklega þar sem við erum sem stendur á milli þjóða sem "vernda" okkur. Hvað finnst ykkur um að skrifa bréf og safna undirskriftum og fara með þær til utanríkisráðherra vors? 


Sófabrimarar

Mikið er gott að vera heima í svona góðu veðri! Ég hef aldrei erið svona ánægð með að vera á Íslandi, trúið mér. Gott veður, sól og freknur en engin skorkvikindi... allavega ekki til að tala um. Við höfum verið að taka á móti "couchsurfers" héðan og þaðan. Í dag fór seinni systirin sem hafa verið hjá okkur síðan á mánudaginn. Það voru bandarískar systur, önnur er að læra að verða dýralæknir og hin er "pastrychef". Húrra fyrir þeim sem finnur orð á íslensku sem lýsir þessari starfsgrein.
Í kvöld koma til okkar aðrar tvær stelpur sem verða hjá okkur í eina nótt. Vonandi verðum við jafn heppnar með þær og hinar. Svo fáum við smá frí... held ég. Allavega verð ég að vinna á hverjum degi næstu tvær og hálfa vikuna, svona um það bil. Næstu tvær helgar 12 tíma hvern dag en bara frá þrjú til átta virka daga, þannig að ég fæ að sofa út á milli. Í staðin fæ ég auka frí í kring um verslunarmannahelgina Tounge

Verið góð, börnin mín. 


Komin heim heilu og höldnu

Jæja, þá er það búið. Við vorum nú farin að hlakka óskaplega mikið til að koma heim og voðalega varð ég fegin að fá kaldan gustinn framan í mig þegar við gengum út úr Leifsstöð í morgun.
Ferðin gekk nokkuð vel. Reyndar byrjuðum við á því að þurfa að bíða í tvo tíma standandi við innritunarborðið á flugvellinum í Alajuela (San José) á meðan eitthvað var verið að redda því að vélin væri of þung. Það var víst verið að bíða eftir sjálfboðaliðum til að verða eftir. Þegar við loks fengum miðana og máttum halda áfram átti að vera byrjað að hleypa um borð í vélina en vegna veðurs seinkaði öllu flugi. Við biðum því til um hálf tíu, en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 18:20. Við komum því seinna en fyrirhugað var til NY, tókum leigubíl til stelpunnar í Brooklyn, Margrétar, sem býr með rosalega samkynhneigðum manni sem bakaði handa okkur vöfflur. Þangað vorum við komin um sexleytið, en þá var hún nýlega komin heim af djamminu. Hún eftirlét okkur rúmið sitt og svaf sjálf á sófanum í stofunni. Dagurinn í NY fór í það að versla í B&H, ég keypti mér Ipod skuffl og Gústi líka ásamt allskyns kvikmyndagerðardóti... en það tók tímann sinn því að kortið hans Gústa er hvergi tekið (maestro, forðist það ef þið eruð á leið til útlanda) og heimildin á kreditkortinu mínu var of lág. Þá var farið í það að reyna að redda peningunum og Gústi endaði á því að fara á netkaffi (reyndar Burger King) og millifærði af mínum reikning á fyrirframborgaða kreditkortið sitt. Á meðan sat ég á diner og sleikti síðasta sárið sem ég fékk í kveðjugjöf frá elskulegri moskítóflugu. Ég held ég þurfi samt ekki að fara til læknis í þetta skiptið. Þegar Gústi kom loks inn á dinerinn með dótið sitt og borðaði ásamt því að skoða góssið var kominn tími til að fara á flugvöllinn. Við ákváðum að taka neðanjarðarlestina, án þess að vita nákvæmlega hvað það tæki langan tíma. Það reyndist ekki taka nema hálftíma og fólk var svo elskulegt að segja okkur hvar við áttum að fara út, meira að segja án þess að við bæðum um það. Þegar við komum úr lestinni ákváðum við að gefa einhverjum kortið því það voru tvær ferðir eftir á því. Sá heppni spurði hvort við værum að fara í loftlestina á flugvöllinn og sagði okkur að við gætum notað kortið með því að setja meira inn á það því að það kostar 5 dali á mann í lestina. Þetta var svona gæji sem gramsar eftir lestarkortum og athugar hvort það séu ferðir eftir á þeim og selur svo. Samt sagði hann okkur þetta og lét okkur hafa kortið aftur. Indælt fólk í NY. Við sóttum farangurinn í geymsluna og fórum í terminalið sem Icelandair er í og ég var orðin frekar stressuð. Þegar við komum upp þar sem tjekkinnið er var margt um mannin en í ljós kom að það vour bara tveir í röðinni að deskinu hjá Icelandair. Við þurftum að borga 72 dali í yfirvigt, en bjuggumst svosem við því. Það var mikil umferð á Kennedyflugvelli, þannig að okkur seinkaði um 20 mínútur. Pabbi sótti okkur þegar heim kom og við fórum í morgunmat hjá ömmu.
Þetta var nú öll ferðasagan, börnin mín, og núna erum við komin heim. Ég verð að vinna alla virka daga í júlí frá 3-8 og aðra hverja helgi 8-8. ég er búin að opna fyrri símann minn og það er alltaf hægt að ná í mig.

Kosta Rika-blogg 8: dvölin á enda runnin.

Jaeja, tá er tetta ad verda búid. Björg, Erik og pabbi fara heim í dag en vid Gústi á sama tíma á morgun vegna midaklúdurs. Vid munum gista hjá íslenskri stelpu í NY sem heitir Margrét. Tad verdur víst svaka partý tegar vid komum :P Í gaer byrjudum vid Björg daginn á tví ad fara í skóla tar sem er deild fyrir heyrnarlausa. Vid fengum ad sitja einn og hálfan tíma. Tetta var svaka skemmtilegt, vid spjölludum heilmikid saman, fyrst í gegn um kennarann, ég á minni lélegu spaensku med hjálp Bjargar vid og vid, en svo lenti ég í teirri adstödu ad kennarinn turfti ad skreppa eitthvert og Björg og adstodarkona kennarans hlupu heim til okkar ad ná í frae Guanacaste trésins sem vid höfdum safnad saman fyrir stuttu. Smídakennarinn baudst nefnilega til ad bora göt í tau til ad búa til skartgripi. Tarna var ég s.s. ein med kosta ríkönskum, heyrnarlausum, 13 ára krökkum og tad gekk bara ágaetlega midad vid adstaedur :D. En svo kom kennarinn aftur og tá hófust umraedur um tad hverng lífid vaeri nú á Íslandi og svona. Tegar vid komum aftur í heimastofu bekksins fóru krakkarnir ad spyrja mig hvernig madur segdi hitt og tetta á íslensku táknmáli med tví ad skrifa á blad og kenndu mér í leidinni. Tetta var mjög skemmtilegt og laerdómsríkt. Eftir hádegi fórum vid til San José og dundudum okkur tar fram yfir kvöldmat. En kynni mín af heyrnarlausum lauk ekki í skólanum tann daginn. Vid fórum á bar og hinir fengu sérád drekka en tar sem ég er enn á fúkkalyfjum ákvad ég ad gera tad ekki. Mér leiddist alveg svakalega, var treytt og sofnadi meira ad segja fram á bordid. Svo ákvádu Gústi og pabbi ad teir tyrftu endilega ad fá sér einn bjór enn hjá kananum okkar (sem er tíkói sem hefur búid í San Diego og er frekar yfirbordslegur og segir ad vid séum bestu vidskiptavinir hans). Ég drösladist med og okkur var vísad til bords akkúrat tannig ad ég sneri ad barnum. Ég vissi ad tad vaeri heyrnarlaus strákur ad vinna tarna (eda sordi, eins og vid höfum kallad hann, sordo týdir heyrnarlaus) og Gústi benti mér á hann. Hann byrjadi ad afgreida okkur um drykki og ég bad hann um vatn og takkadi fyrir ad haetti döffara/sorda og sídan var ekki aftur snúid. Vid spjölludum heilmikid saman tegar hann hafdi tíma, Vid Gústi sögdumst koma aftur í kvöld, sídasta kvöldid okkar.


Íslendingar í nágrenninu...

Vid fjolskyldan hofum líka verid í nágrenni tess sem hvirfilvindar hafa feykt tokum af í kring um 250 húsum og vatn flaett út um allt, einn madur drukknad og Gústi hefur meira ad segja turft ad osla elginn upp á midja kálfa... en ekkert er minnst á hvad er ad gerast í Kosta Rïka...
mbl.is Þúsundir manna hafa flúið flóð í Bretlandi - Íslendingur segist aldrei hafa séð annað eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosta Ríka-blogg 7:kyrrahafid

Ég sit á internetkaffihúsi í Quepos á Kyrrahafsstrondinni ásamt Gústa. Bjorg, pabbi og vinkona Bjargar fóru í gonguferd í tjódgard sem er á naesta leiti. Vid Gústi ákvádum ad vera eftir í baenum tví ad fóturinn á mér er c.a. tvofaldur og fjólublár vegna bits eda bita. Ég fór á spítalann í gaer. Núna er ég búin ad prófa baedi einkakerfid og tad almenna. Vid Bjorg tókum straeto upp á spítala um kl hálf tíu í gaermorgunn. Tegar tangad var komid var byrjad ad doka... Vid bidum fyrst í rod til ad fá blad sem fyllt var út af afgreidslumanninum. Svo bidum vid eftir ad vera kalladar upp. Tegar tad gerdistfórum vid inn til hjúkku sem spurdi mig allskonar spurninga og lét mig svo hafa 4 blod í vidbót auk tess ad skrifa eitthvad á fyrsta bladid. Svo fórum vid fram og aftur í rodina. Tegar ad afgreidslubordinu var komid voru blodin mín stimplud og okkur sagt ad fara ad dyrum, hringja bjollu og bída. Vid gerdum tad en sáum svo ad tad kom fólk ad dyrunum og setti midana sína í hólf á hurdinni tannig ad vid gerdum tad einnig. Svo settumst vid. Tegar nafnid mitt var loks kallad fórum vid inn í litla kompu og ég fékk ofnaemislyf med sprautu. Naest fórum vid ad borga. Laeknistjónustan er ókeypis, tannig ad ég býst vid ad ég hafi borgad fyrir lyfin tarna. Engin var rodin tar en konan á skrifstofunni gerdi kvittunina mína í ritvél, tannig ad tad tók smá stund. Á medan fór Bjorg í apótekid sem er innan spítalans. Tegar kom ad okkur lét hún afgreidslukonuna hafa lyfsedlana og vid fengum litla mida í stadin. Svo var byrjad ad doka... alltaf tegar einhver kom inn med lyf og byrjadi ad kalla upp nofn stokk Bjorg til en aldrei kom mitt. Loks frétti hún ad bidin eftir lyfjunum vaeri ad jafnadi tveggja tíma long. Tá hofdum vid bedid í klukkutíma og ég var farin ad dotta af lyfjunum. Vid fórum tví á klóid og útfyrir spítalann til ad ná okkur í ávaxtasafa og eitthvad ad narta í. Tegar vid komum til baka settumst vid nidur og í odru holli komu loks mín lyf. Tá var klukkan u.t.b. tvo. Tetta tók s.s., med ferdum til og frá spítalanum, naestum 5 tíma. Tegar vid fórum ad skoda lyfin kemur í ljós ad tetta eru 5 mismunandi lyf, 3 gerdir af toflum og 2 áburdir.

Ádur en vid komum hingad vorum vid á sumardvalarstad sem heitir Ponta LEona tar sem vid leigdum hús, vid fimm, Alex og Erik. Tetta er rosalega flott hús med sundlaug í midjunni og eldhúsid og stofan er í raun opid út, bara tak yfir. Tarna héngum vid í hengirúmum, tókum smá pool og strandblak, skeltum okkur í sund, grilludum og fórum á strondina. Ljúfa líf... Vid forum heim til Alajuela med rútunni kl fimm (11 ad íslenskum tíma). Ég set inn fleiri myndir tegar vid komum í baeinn.


Fleiri myndir

Tad eru komnar fleiri myndir! www.trendbreaking.com/vala2

Kosta Ríka-blogg sex: óvedur

Hér er allt ordid rólegt á ný. Vid Gústi gistum hjá nágrönnunum tví tad er ekki lengur pláss fyrir alla hjá foreldrum Alex. Fyrstu nóttina fékk ég 6 bit en sídan hafa tau eitrad í herberginu og sídan hef érg ekkert bit fengid, sjö, níu, trettán. Á midvikudag og fimmtudag gengu mikil vatnsvedur yfir höfudborgarsvaedid og tök fuku af 35 húsum í Heredia á midvikudag og 200 húsum í San José á fimmtudag í hvirfilvindum. Tetta faerist s.s. naer. Pabbi átti afmaeli á fimmtudaginn. Ég og Gústi, Björg, mamma og Erik gáfum honum gjafabréf upp á stafraena myndavél sem hann á ad velja sér í NY á bakaleidinni. Vid fórum rosa fínt út ad borda. Vid bordudum fjögur saman fínan mat, drukkum fínt raudvín, bordudum fínan eftirrétt og strákarnir drukku koníak. Svo vorum vid keyrd heim eftirá. Tetta kostadi allt saman í kring um 6 túsund kall!!! Rigningin heldur áfram á kvöldin, vonandi koma ekki fleiri hvirfilvindar :S. Vid erum ad elda fyrir fjölskylduna í tetta sinn, á morgun er fedradagur, sem mikid er gert úr hér. Tad verdur veisla kl 10 uppi í sveit. Tad verdur ágaetis 17 júní-fagnadur fyrir okkur. :D


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband