Ummæli biskups í nýársávarpi...

Þetta hefur kannske ekki mikið að gera með Önnu Sigríði Pálsdóttur en mér finnst ég verði að koma þessu á framfæri. Biskup lét þessi ummæli falla um trúleysi í áramótaávarpi sínu:

Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?                                                                                                                                                   (tekið af netinu 20.9.2007. Netslóð: http://www.kirkjan.is/?trumal/predikanir/nyarsdagur_enn_thetta_ar_er_su_leid_faer)  

Ég veit að Bandaríkjaforseta er í nöp við trúleysi og trúleysingja, en ég hélt að við byggjum í heilbrigðu samfélagi. Svo virðist ekki vera, allavega ekki að þessu leyti. Biskup æsir upp í trúuðu fólki andúð á trúlausum, sem er algerlega óhæft. Hægt er að sækja til saka hvern þann sem úthúðar eða talar niðrandi um trúarbrögð og iðkendur þeirra, en trúleysingjar hafa engan rétt hvað þetta varðar.


mbl.is Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega ekkert nema skítkast frá hagsmunaaðila, ómarktækt með öllu.
Það á heldur ekki að líðast að trúaðir séu með eitthvað einkaleyfi á að skjóta á hvor aðra ásamt mismunandi trúarbrögð + trúfrjálsa.
Trúfrelsi er hinn gullni ábyrgi vegur

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Að trúa er bjartsýni.

Ég er trúaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.9.2007 kl. 14:52

3 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl. takk fyrir færsluna þína.
Ég kaus að verða trúarður þegar ég var 20 ára gamall. Mér finnst mikilvægt að maður ákveða (eða vera meðvitaður) hvað maður trúa á eða ekki einhvern tíma í lífi sínu. Ég er ekki boðalega hrifinn af því "að fæðast í ákveðna trú". Mér finnst mikilvægt að maður eiga 
kost að velja ákveða sjálfur. en til þess að "velja", verður þarna rými 
til að trúa "ekki". 
Ég met að "vera trúlaus" virkilega en að sjá það bara á neikvæðan hátt...
Trúleysi ætti að vera meira umhugsunarefni í guðfræði dagsins.  

Toshiki Toma, 20.9.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Húrra fyrir Toshiki, "að fæðast í trú" á Íslandi er í fyrsta lagi Stjórnarskrárbrot (því engan má þvinga í félag án hans samþykkis) og í öðru lagi bara alger móðgun fyrir upprennandi sjálfstætt hugsandi einstakling.

Þórgnýr Thoroddsen, 20.9.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband