Já, langt er nú síðan ég hef ritað hér. Ég ætlaði þessari bloggsíðu nú ekki að verða persónuleg dagbók, en engu að síður, þá ætla ég að nota hana sem slíka í þetta sinn.Ég er á fullu í náminu, auk þess sem ég vinn á frístundaheimilinu þrjá daga vikunnar. Þar að auki tók ég að mér að prófarkalesa fyrir heyrnarlausa í Háskólanum. Það getur verið erfitt, þar sem ég þekki ekki endilega efnið sem þau eru að skrifa um. En ég fæ borgað í úttekt í bóksölunni, þannig að þetta er þess virði. Núna er verkefnavika í skólanum, en það þýðir ekki frí, heldur vinnu, verkefni og svo hef ég þurft að mæta í skólann einn dag. Í byrjun desember sótti ég um að komast sem skiptinemi til Iowa, nánar tiltekið í The university of Iowa í Iowaborg. Ég varð fyrir valinu. Það var bara einn annar umæskjandi, en það segi ég engum. Mér var komið í samband við stelpu sem er hér sem skiptinemi en er í þessum háskóla. Hún er ýkt fín og ég er ánægð með að vera þegar komin með vinkonu þarna úti. Hún hjálpaði mér heilmikið með pappírsvinnuna. Hér eru nokkrir linkar sem ég hvet áhugasama að kíkja á:
Iowaháskóli: www.uiowa.edu
River City Housing (þar sem ég vonast til að búa): www.river-city-housing.org
Iowaborg: http://www.iowacity.com/
Við vitum ekki hvort minn tilvonandi ektamaður komist með en hann er að vinna í að fá vinnu þarna úti, vonandi í Chicago. Ef hann fær vinnu getur vinnuveitandinn sótt um atvinnuleyfi fyrir hann, það er auðveldast þannig.Svo verður bara lagt í hann stuttu eftir brúðkaupið, ef allt fer að óskum: :)
Hér er svo ein skemmtileg mynd frá Kosta Ríka :)
Flokkur: Bloggar | 21.2.2008 | 19:47 (breytt kl. 19:51) | Facebook
Spurt er
Hvaðan komstu inn á þetta blogg?
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.