Hvaðan koma upplýsingarnar?

Hvaðan fær fréttamaðurinn upplýsingarnar um þessa frétt? Það er ekki sagt í þessu fréttaskoti frá Reuters að maðurinn hafi verið handtekinn, heldur að hann sé í felum. Það er ekki heldur sagt að hann nauðgað henni, heldur að hann hafi hugsanlega séð eitthvað og gæti þess vegna verið vitni. Nafnið her heldur ekki haft rétt eftir (nema móðirin sé með annað ættarnafn en dóttirin), Scarlett McCohen.
Það getur vel verið að þetta sé allt satt og rétt, en það kom ekki fram í Reuters fréttinni. Hvaðan koma þá þessar uppýsingar?
mbl.is Karlmaður handtekinn vegna morðs á unglingsstúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplýsingarnar koma örugglega frá t.d cnn sem fjallar um þetta á mjög líkan hátt og mbl.is

http://edition.cnn.com/2008/WORLD/asiapcf/03/10/india.tourist.ap/index.html

Guðrún (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:57

2 identicon

Í sambandi við ættarnöfnin, þá er líklegt að móðirin hafi ekki tekið upp ættarnafn föðursins, en dóttirin hafi það hins vegar. Auk þess gæti fréttin frá Reuters verið eldri en þessi, og nýjar upplýsingar komið fram. Hins vegar væri það þá gaman að vita hvaðan, ég tek undir þér með það.

Gísli Garðarsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Rúna Vala

Allt í lagi, en það má þá allavega vitna í heimildir!

Rúna Vala, 10.3.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

en þetta er ekki heimildarritgerð...

Björgvin Gunnarsson, 10.3.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Rúna Vala

Samt... ef maður sér að það er ekki samræmi í þessu, þá vill maður fá útskýringar... allavega ég.

Rúna Vala, 10.3.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband