Logið upp á Siðmennt

Í umræðu sem á sér stað í fjölmiðlum þessa dagana hefur mikið borið á Siðmennt og ekki alltaf í jákvæðum skilningi. Þórgnýr hefur meira um málið að segja. Umræður um málið eru einnig á skodun.is

Tilkynningaskyldan

Ég kann ekki að setja myndir beint hérna inn, sem hefði verið áhrifaríkara, þannig að ég bið fólk um að smella á viðhengin og skoða þau.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ái!!!

Fyrir nú utan það hvað þetta er hræðileg frétt, þá gerir það hana enn hræðilegri hvað hún er illa skrifuð.

Í fyrsta lagi: Flóð hefur fylgt fellibylnum og eru þrír strandbæir eru rústir einar.

Þetta er nú klaufaskapur en það hefði mátt koma í veg fyrir hann með því að prófarkalesa.

Í öðru lagi: Hæð flóðsins nær um fimm metrar...

Sama er uppi á teningnum hérna.

Í þriðja lagi: Þau segja jafnframt að tölur yfir látna hækki stöðugt og að talan geti orðið mun hærri þegar á líður.

Tölur yfir látna? Hvað varð um tölu látinna? Svo er skipt milli fleirtölu og eintölu í sömu setningunni, en það er kannski smámunasemi í mér.

 Í fjórða lagi: Vatn flæddi yfir bæina Patuakhali, Barguna og Jhalakathi í gærkvöldi og rofnaði allt símasamband við það.

Það hvað? Vatnið?

Í fimmta lagi: og þá hafa fjölmargir slasast og hundruð er saknað.

Ég er eiginlega ekki viss um hvort þetta sé rétt eða rangt. Sko hundrað er saknað ef það er nákvæmlega eitt hundrað, en segir maður ekki hundruða er saknað ef um er að ræða mörg hundruð manns?

Mér finnst bara að vanda megi málfarið í fréttamennsku því að ef fréttamenn gera það ekki, hver gerir það þá? Málfar í fréttamiðlum, sérstaklega í ljósavakamiðlum, hefur gífurleg áhrif á það hvernig fólk talar.


mbl.is Yfir 250 látnir í Bangladesh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maístjarnan

Einhvern tíman á síðasta ári skellti ég inn nokkrum myndbrotum, sem seinna urðu að 12 mínútna heimildamynd, úr Rússlandsför Óperukórsins á youtube. Meðal þessara myndbrota var lokakaflinn, þar sem við syngjum Maístjörnuna við minnisvarða umsátursins um Leningrad. Ég fékk svar þar sem næsta vers var skrifað upp á íslensku og seinna fékk ég skilaboð um að myndbrotinu hafi verið svarað. Það var rússnesk kona sem hafði þýtt Maístjörnuna á rússnesku og söng hana af miklum móð og lék undir á gítar. Hún þýddi líka Á Sprengisandi á rússnesku og lék sama leikinn. Mér þykir gaman að sjá þennan áhuga á íslenskum ljóðum og lögum.

Hér eru ein af skilaboðunum sem ég fékk

My interest in Icelandic music began last year, when I found such a wonderful song as Sætrölls kvædi with Anna Pálina Árnadóttir on tvfolk.net. I’d be undiscribable glad if you could be so kind and help me find any video with Islandica or Bítlavinafélagid. I can’t Icelandic yet, just Swedish (man är en tokig sverigefil med enormt intresse till folkmusik). Feel myself like a clever dog, understand surely almost 60%, unable to speak, but going to learn anyway.

Ég heiti Svetlana.

Góða nótt

Fögrum skrúða landið skrýðist
slíkum vetrarnóttum á.
Flækingsgrey eitt úti hírist,
vosbúðin hann kvelur þá.

Hér er slóðin á myndbandið hennar

http://youtube.com/watch?v=gVhyoH6ZaXs og

http://youtube.com/watch?v=VjHm9zNwYGA


Trúleysingjar (Atheists) koma út úr skápnum.

image
Þetta er merki trúleysingja. Hér til hliðar er líka linkur inn á síðu „út úr skápnum“ baráttunnar. Nýlega fengum við þessa spurningu: En, þurfa trúleysingjar ekki siðferðislegt aðhald, svona eins og boðorðin? Við vorum mjög hissa á að fá þessa spurningu, því þessi einstaklingur er mjög víðsýnn. Þetta opnaði augu mín fyrir því að fólk veit ekki hvað það er að vera trúlaus og veit þess vegna ekki af þessum valkosti. Ég las nýlega hugleiðingu um þetta ástand: að alast upp við trú og vita ekki að það er valkostur að trúa ekki. Sjálf var ég trúuð á yngri árum. Ég skilgreini það sem barnatrú sem entist mér fram á unglingsár. Ég var virk í sunnudagaskólanum og unglingastarfi kirkjunnar, ég var í kirkjukór og ég fermdist, ekki bara (líka, en ekki bara ;)) til að fá gjafirnar, heldur í góðri trú. Ég bað alltaf bænirnar mínar á kvöldin og signaði mig áður en ég fór að sofa. Ef ég gleymdi þessu gat ég ekki sofnað. En þegar tíminn leið spurði ég mig sjálfa mig: af hverju bið ég á hverju kvöldi? Ég trúi ekki á guð. Það tók smá tíma að venjast því að biðja ekki. Ég hafði verið svo vön því að vera virk í þessu starfi en þegar ég varð of gömul fyrir unglingastarfið sá ég að ég var bara þarna fyrir félagsskapinn, sem ég gat vel fengið annarsstaðar. Ég hætti í kirkjukórnum því ég hætti að þola „þessar eilífu Ave Maríur“. Það er til sá valkostur að trúa ekki.

Umferð

Umferðin á Íslandi eykst frá ári til árs, alltaf finnst mani fólk keyra eins og hálfvitar og alltaf koma fleiri og fleiri bílar á götuna. Þegar ég fer til útlanda lofa ég hins vegar sjálfri mér að pirrast aldrei út í umferðina aftur (nema kannske þegar við vorum í Niðurlöndum, þar er hún til fyrirmyndar). Hér er ein mynd sem ég fann á netinu en er frá Xiamen í Kína þar sem við Solveig og hennar familía dvöldum í tvær vikur. Hún er lýsandi fyrir ástandið í þeirri borg og sjálfsagt fleiri borgum í Kína.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vídjó

Ég ætla ekki að blogga neitt af viti núna, enda of þreytt. Ætla bara að deila með ykkur skemmtilegum vídjóum um hina íðilfögru dönsku tungu :P Fyndið fyrir alla þá sem eeeeelskuðu að læra dönsku ;)

http://youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk
og
http://youtube.com/watch?v=eng5rJm9X7w

Minni á að lesa bloggið hennar Solveigar í Japan, það er æði, eins og hún :*
Góða nótt.


Strætó

Ég held við getum öll verið sammála um það að strætisvagnastjórar eru jafn misjafnir og við hin. Stundum lendir maður á vagnstjóra sem vill ekki einu sinni hleypa manni út á rauðu ljósi en svo getur maður lent á vagnstjóra eins og ég lenti á í morgun. Þetta byrjaði allt með því að á Hlemmi kom inn maður í einkennisbúningi Strætó og fór að ganga um og skoða skólastrætókortin hjá fólki. Hann vildi einnig sjá skilríki til að sjá hvort einhver væri að svindla. Ég fór að hugsa mitt um þetta system og fannst það hálf bjálfalegt. við tókum að nálgast stöðina mína, sem er óþægilega langt frá áfangastað mínum: vesturenda Hlíðaskóla. Þegar við nálguðumst hringtorgið við Hlíðaskóla stóð upp stúlka og fór að spjalla við vagnstjórann og það endaði með því að hann stoppaði til að hleypa henni út Í MIÐJU HRINGTORGINU. Að sjálf sögðu stökk ég til og hljóp út en um leið og vagndyrnar lokuðust áttaði ég mig á því að húfan mín hafði legið í fanginu á mér og varð eftir inni í vagninum. Ég sneri mér við og mæmaði að ég hefði gleymt húfunni minni. Vagnstjórinn og félagi hans glottu og opnuðu dyrnar. Ég var búin að sætta mig við að þurfa að sitja að næstu stöð en annað kom á daginn. Á móti mér kom kona með húfuna mína, ég sneri mér við og stökk aftur út úr vagninum sem "beið þolinmóður" og vagnstjórarnir enn brosandi. ég var fljótari í vinnuna fyrir vikið og hef öðlast nýja trú á vagnstjórum borgarinnar.

Ummæli biskups í nýársávarpi...

Þetta hefur kannske ekki mikið að gera með Önnu Sigríði Pálsdóttur en mér finnst ég verði að koma þessu á framfæri. Biskup lét þessi ummæli falla um trúleysi í áramótaávarpi sínu:

Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?                                                                                                                                                   (tekið af netinu 20.9.2007. Netslóð: http://www.kirkjan.is/?trumal/predikanir/nyarsdagur_enn_thetta_ar_er_su_leid_faer)  

Ég veit að Bandaríkjaforseta er í nöp við trúleysi og trúleysingja, en ég hélt að við byggjum í heilbrigðu samfélagi. Svo virðist ekki vera, allavega ekki að þessu leyti. Biskup æsir upp í trúuðu fólki andúð á trúlausum, sem er algerlega óhæft. Hægt er að sækja til saka hvern þann sem úthúðar eða talar niðrandi um trúarbrögð og iðkendur þeirra, en trúleysingjar hafa engan rétt hvað þetta varðar.


mbl.is Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holland? Nei, Niðurlönd...

Við skelltum okkur til Hollands í þarsíðustu viku. Þar komst ég meðal annars að því að Holland er aðeins hérað í hinum svokölluðu Niðurlöndum. Þórgnýr fór á nördasýninguna IBC þar sem hægt er að berja ýmsa græjuna augum sem hægt er að nota í hvurskonar útsendingar, eftirvinnslu og upptökur. Á meðan gekk ég um hina ægifögru Amsterdam, ýmist ein eða með sófadýrum sem skrá sig sem "up for coffee". Þegar Þórgnýr og vinnufélagi hans voru búnir að nörrast nógu lengi tókum við lestina til Maastricht. Það vildi ekki betur til en svo að það var rafmagnslaust í Utrecht, þannig að við þurftum að fara í kring um landið í staðin fyrir beint á áfangastað. Þ.e.a.s. fá Amsterdam til Den Haag, þaðan til Eindhoven og loks til Maastricht, þar sem við eigum kunningja. Við fórum í hjólatúr til Belgíu og skoðuðum kalksteinshella, gerða af mannahöndum, frá því á tímum Rómverja. Um kvöldið elduðum við (tjah, eða strákarnir...) dýrindis kjúlla og í eftirmat var ís og jarðarber. Loks gæddum við okkur á íslensku brennivíni, ópalsnafs og ópali. 

En hingað heim. Ég sinnti starfi mínu í fyrsta sinn sem formlegur aðstoðarumsjónarmaður Hlíðaskjóls, frístundaheimilisins í Hlíðaskóla oooog ég er mjög ánægð með það.  Skólinn gengur vel, so far, enda er ég ekki  nema í tveimur fögum eins og stendur. Solveig hélt til Japans í morgun til að hafast þar að í tíu mánuði!!!!! Eins gott að hún kemur aftur fyrir brúðkaupið Shocking


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband