Færsluflokkur: Bloggar

Brúðkaup!

Jæja, þá fer að koma að því. Klukkan þrjú á morgun göngum við til fógeta og gerum þetta formlegt. Því næst liggur leiðin austur á Syðra Langholt og þá verður sko gaman! :D Fyrra köldið byrja á veraldlegri athöfn og líður svo í köuáti og gömludönsunum. Laugardagurinn líður í grilli, danskennslu og ýmsu sem hægt er að taka sér fyrir hendur, s.s. sundi á Flúðum, útreiðartúrum og fleiru. Um kvöldið verður síðan ball í hlöðunni og heilgrilluð lömb á boðstólum.
Sjáumst
Vala

Já, fréttamenn halda uppi fordómum í landinu

Fyrir fólk sem er veikt fyrir því sem fréttamenn segja er þetta olía á eldinn. Fyrir víðsýnt fólk eins og mig skiptir þetta ekki máli :P
Ég heyrði nýlega að gerð hafi verið rannsókn á glæpatíðni nokkurra þjóðerna á Íslandi. Engin þjóð var ofar annarri nema Litháar. Þetta gæti einnig kynt undir fordómum, en ég veit hvers vegna þetta er. Ég vann með Litháenskri stelpu sem sagði mér sögu:
Það er þorp í Litháen þar sem búa nær einungis þjófar og ræningjar. Ef maður fæðist þar og langar á beinu brautina, þá er það mjög erfitt, vegna þess að allir Litháar vita að fólk frá þessum bæ eru þjófar og ræningjar og vilja ekki ráða það í vinnu. Einu sinni kom maður (eða menn) frá þessu þorpi til Íslands. Hann/þeir uppgötvuðu að hér væri auðfengið fé og létu fréttirnar berast til heimaþorps síns. Síðan þá hafa litháar frá þessu þorpi streymt til Íslands. Við fengum s.s. fólk sem er þekkt í sínu eigin heimalandi sem þjófar og ræningjar. Þetta kastar að sjálfsögðu rýrð á alla Litháa í okkar augum en auðvitað er hér fólk sem ekki er frá þessu þorpi og vinnur heiðarlega vinnu og lifir í sátt og samlyndi við meðborgara sína. Þetta kennir okkur að dæma ekki fjöldann út frá einstaklingnum og það er mín skoðun að það ætti ekki að skipta neinu helvítis máli hvaðan fólk er...
mbl.is Líkamsárásir og eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu í sleik, ekki stríðsleik

koddisleikweb1

 Ung vinstri græn verða með frábæra tónleika fyrir frábært málefni á Organ. Því miður verð ég akkúrat í Dyflinni þá, en ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og sýna stuðning í verki!!!


Endurvinnsla

Nú er langt síðan síðast!
Mér hefur bara fundist ég ekki hafa neitt að segja, og þá er betra að halda ká-joð :P
En ég var að velta fyrir mér endurvinnslu. Öll viljum við endurvinna (eða flest, ætla ég að vona) en það er svo mikið vesen! Ekki er verið að gera manni það auðvelt fyrir. Þegar við fluttum á Frakkastíginn var hverfisstöð (eða hvað svosem það nú heitir) á planinu hjá Iðnskólanum. Ég lét mig hafa það að rogast þangað með fernur og dagblöð sem við höfðum safnað í okkar litla eldhús í nokkrar vikur. Síðan var hverfisstöðin tekin. Næstu hverfisstöðvar er á Freyjugötu og hjá Kjarvalsstöðum og ekki er ég á bíl, þannig að ég fór að henda fernunum og dagblöðunum í ruslið (skammast mín rosalega fyrir öllum trjánum sem ég hef hent :S). Síðan frétti ég af þessari endurvinnslutunnu. Ég pantaði eitt stykki svoleiðis fyrir húsið, við borgum hana með fólkinu fyrir ofan, en allt húsið (5 íbúðir) notar hana. Því fyllist hún fljótt. Það þarf að borga aukalega til að fá hana tæmda oftar í mánuði, skilst mér. Af hverju er manni gert svona erfitt fyrir að endurvinna? Af hverju þurfum við að BORGA fyrir að endurvinna? Hvers vegna getum við ekki bara skipt út einni venjulegri tunnu fyrir endurvinnslutunnu? Nú veit ég að allt kostar peninga, en væri ekki hægt að fækka öskubílum um nokkur stykki og nota þá í endurvinnsluna? Mér finnst allavega að það ætti ekki að kosta fólkið í landinu að endurvinna og ég held að það myndu miklu fleiri endurvinna ef allir fengju endurvinnslutunnu heim sér að kostnaðarlausu.

Húsnæðið komið í höfn!

Ég fékk herbergið sem ég vonaðist eftir!!!

Hér er slóðin á heimasíðuna þeirra: www.river-city-housing.org

og hér er linkur á nokkrar myndir úr húsinu:  http://www.facebook.com/al

bum.php?aid=2178824&l=820d

4&id=81002230

Jeeeei!!! :D

Gleðilega páska! 


Hvaðan koma upplýsingarnar?

Hvaðan fær fréttamaðurinn upplýsingarnar um þessa frétt? Það er ekki sagt í þessu fréttaskoti frá Reuters að maðurinn hafi verið handtekinn, heldur að hann sé í felum. Það er ekki heldur sagt að hann nauðgað henni, heldur að hann hafi hugsanlega séð eitthvað og gæti þess vegna verið vitni. Nafnið her heldur ekki haft rétt eftir (nema móðirin sé með annað ættarnafn en dóttirin), Scarlett McCohen.
Það getur vel verið að þetta sé allt satt og rétt, en það kom ekki fram í Reuters fréttinni. Hvaðan koma þá þessar uppýsingar?
mbl.is Karlmaður handtekinn vegna morðs á unglingsstúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt síðan síðast!

Já, langt er nú síðan ég hef ritað hér. Ég ætlaði þessari bloggsíðu nú ekki að verða persónuleg dagbók, en engu að síður, þá ætla ég að nota hana sem slíka í þetta sinn.Ég er á fullu í náminu, auk þess sem ég vinn á frístundaheimilinu þrjá daga vikunnar. Þar að auki tók ég að mér að prófarkalesa fyrir heyrnarlausa í Háskólanum. Það getur verið erfitt, þar sem ég þekki ekki endilega efnið sem þau eru að skrifa um. En ég fæ borgað í úttekt í bóksölunni, þannig að þetta er þess virði. Núna er verkefnavika í skólanum, en það þýðir ekki frí, heldur vinnu, verkefni og svo hef ég þurft að mæta í skólann einn dag. Í byrjun desember sótti ég um að komast sem skiptinemi til Iowa, nánar tiltekið í The university of Iowa í Iowaborg. Ég varð fyrir valinu. Það var bara einn annar umæskjandi, en það segi ég engum. Mér var komið í samband við stelpu sem er hér sem skiptinemi en er í þessum háskóla. Hún er ýkt fín og ég er ánægð með að vera þegar komin með vinkonu þarna úti. Hún hjálpaði mér heilmikið með pappírsvinnuna. Hér eru nokkrir linkar sem ég hvet áhugasama að kíkja á:
Iowaháskóli: www.uiowa.edu
River City Housing (þar sem ég vonast til að búa): www.river-city-housing.org
Iowaborg: http://www.iowacity.com/
 
Við vitum ekki hvort minn tilvonandi ektamaður komist með en hann er að vinna í að fá vinnu þarna úti, vonandi í Chicago. Ef hann fær vinnu getur vinnuveitandinn sótt um atvinnuleyfi fyrir hann, það er auðveldast þannig.Svo verður bara lagt í hann stuttu eftir brúðkaupið, ef allt fer að óskum: :)
Hér er svo ein skemmtileg mynd frá Kosta Ríka :) 

Frítt fólk


Gleðileg jól!!!

Ég óska öllum vinum mínum, skólafélögum, fjölskyldu og sambloggurum árs og friðar.

Gleðileg jól og farsæld á komandi ári!

Takk fyrir gamla/gömlu og megi þau verða möööööörg í viðbót.


Dresskód?

Ég var í partýi hjá bekkjarsystur minni á Hverfisbarnum s.l. laugardagskvöld. Við drukkum bjór sem var í boði afmælisbarnsins og höfðum það gaman. Allt í einu, um eittleytið, sagði Karólína: nei, Hakan!!! Ég leit við og þar stóð Hakan og tjáði mér að Þórgnýr kæmist ekki inn vegna þess að það væri dresskód. Vilborg, sú sem átti afmæli, ákvað að taka málin í sínar hendur og fór að tala við dyravörðinn. Hún var sko ekki á þeim buxunum að við værum að fara og tókum við því til við að reyna að sannfæra dyravörðinn um að Þórgnýr væri í raun mjög vel klæddur. "hann er í APPELSÍNUGULRI lopapeysu!!!" sagði dyravörðurinn og þóttist vera stórhneykslaður. "ÉG prjónaði þessa peysu og lagði mikinn metnað í hana, skal ég segja þér" æpti ég. "svo er hann í stuttermabol undir og antíkvesti frá Iðunni! Í hverju ert þú undir? AHAAA!!! Stuttermabolur!" "já en ég er í Hugo Boss utanyfir" vældi dyravörðurinn. "Mér er alveg sama, þú ert í svörtum stuttermabol undir!". "Hann má koma inn ef hann fer úr lopapeysunni" Þá var mér nú nóg boðið. Eins skemmtilegt og það var í afmælinu, þá er Hverfisbarinn einkar slísí og leiðinlegur staður með leiðinlega tónlist og ég sagðist ekki láta bjóða mér svona. Ég Kvaddi Vilborgu og stormaði burt með Þórgný og Hakani. Þórgnýr sagði mér að á meðan hann mátti ekki fara inn þá hleyptu þeir gaurum sem voru í forljótum rúllukragapeysum og hvítum stuttermabolum inn. Við hneyksluðumst á þessu um stund, það var greinilegt að eina ástæðan fyrir því að þeir hleyptu honum ekki inn var að þeir fíluðu ekki lopapeysuna (það er hægt að sjá hana í myndaalbúminu merktu prjónaskapur). En í raun björguðu þeir kvöldinu, því að, eins og áður sagði, þá er Hverfisbarinn einkar leiðinlegur staður. Við fórum á Kofann þar sem vinkona okkar var að DJ-ast og við dönsuðum Lindy Hop frameftir morgni.


Logið upp á Siðmennt

Í umræðu sem á sér stað í fjölmiðlum þessa dagana hefur mikið borið á Siðmennt og ekki alltaf í jákvæðum skilningi. Þórgnýr hefur meira um málið að segja. Umræður um málið eru einnig á skodun.is

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband