Sjáumst
Vala
Bloggar | 7.8.2008 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég heyrði nýlega að gerð hafi verið rannsókn á glæpatíðni nokkurra þjóðerna á Íslandi. Engin þjóð var ofar annarri nema Litháar. Þetta gæti einnig kynt undir fordómum, en ég veit hvers vegna þetta er. Ég vann með Litháenskri stelpu sem sagði mér sögu:
Það er þorp í Litháen þar sem búa nær einungis þjófar og ræningjar. Ef maður fæðist þar og langar á beinu brautina, þá er það mjög erfitt, vegna þess að allir Litháar vita að fólk frá þessum bæ eru þjófar og ræningjar og vilja ekki ráða það í vinnu. Einu sinni kom maður (eða menn) frá þessu þorpi til Íslands. Hann/þeir uppgötvuðu að hér væri auðfengið fé og létu fréttirnar berast til heimaþorps síns. Síðan þá hafa litháar frá þessu þorpi streymt til Íslands. Við fengum s.s. fólk sem er þekkt í sínu eigin heimalandi sem þjófar og ræningjar. Þetta kastar að sjálfsögðu rýrð á alla Litháa í okkar augum en auðvitað er hér fólk sem ekki er frá þessu þorpi og vinnur heiðarlega vinnu og lifir í sátt og samlyndi við meðborgara sína. Þetta kennir okkur að dæma ekki fjöldann út frá einstaklingnum og það er mín skoðun að það ætti ekki að skipta neinu helvítis máli hvaðan fólk er...
Líkamsárásir og eftirför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.7.2008 | 09:58 (breytt kl. 10:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 18.5.2008 | 11:55 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér hefur bara fundist ég ekki hafa neitt að segja, og þá er betra að halda ká-joð :P
En ég var að velta fyrir mér endurvinnslu. Öll viljum við endurvinna (eða flest, ætla ég að vona) en það er svo mikið vesen! Ekki er verið að gera manni það auðvelt fyrir. Þegar við fluttum á Frakkastíginn var hverfisstöð (eða hvað svosem það nú heitir) á planinu hjá Iðnskólanum. Ég lét mig hafa það að rogast þangað með fernur og dagblöð sem við höfðum safnað í okkar litla eldhús í nokkrar vikur. Síðan var hverfisstöðin tekin. Næstu hverfisstöðvar er á Freyjugötu og hjá Kjarvalsstöðum og ekki er ég á bíl, þannig að ég fór að henda fernunum og dagblöðunum í ruslið (skammast mín rosalega fyrir öllum trjánum sem ég hef hent :S). Síðan frétti ég af þessari endurvinnslutunnu. Ég pantaði eitt stykki svoleiðis fyrir húsið, við borgum hana með fólkinu fyrir ofan, en allt húsið (5 íbúðir) notar hana. Því fyllist hún fljótt. Það þarf að borga aukalega til að fá hana tæmda oftar í mánuði, skilst mér. Af hverju er manni gert svona erfitt fyrir að endurvinna? Af hverju þurfum við að BORGA fyrir að endurvinna? Hvers vegna getum við ekki bara skipt út einni venjulegri tunnu fyrir endurvinnslutunnu? Nú veit ég að allt kostar peninga, en væri ekki hægt að fækka öskubílum um nokkur stykki og nota þá í endurvinnsluna? Mér finnst allavega að það ætti ekki að kosta fólkið í landinu að endurvinna og ég held að það myndu miklu fleiri endurvinna ef allir fengju endurvinnslutunnu heim sér að kostnaðarlausu.
Bloggar | 30.4.2008 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk herbergið sem ég vonaðist eftir!!!
Hér er slóðin á heimasíðuna þeirra: www.river-city-housing.org
og hér er linkur á nokkrar myndir úr húsinu: http://www.facebook.com/al
bum.php?aid=2178824&l=820dGleðilega páska!
Bloggar | 19.3.2008 | 20:23 (breytt kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það getur vel verið að þetta sé allt satt og rétt, en það kom ekki fram í Reuters fréttinni. Hvaðan koma þá þessar uppýsingar?
Karlmaður handtekinn vegna morðs á unglingsstúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.3.2008 | 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 21.2.2008 | 19:47 (breytt kl. 19:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skrifaði þetta bréf áðan og sendi það á borgarstjórann. Ég vona að þetta tölvupóstfang sendi það á réttan stað og að ég fái svar við því.
Borgarstjóri!
Ég fékk þetta tölvupóstfang í tengslum við samtök sem beita sér gegn niðurrifs húsa við Laugaveginn.
Sum þessara húsa mega alveg missa sín, en tvíeykið Sirkus og Kaffi Hljómalind eru ekki meðal þeirra. Hefur þú kynnt þér starfsemi þessara blómstrandi fyrirtækja? Kaffi Hljómalind selur lífrænar vörur og er ekki rekið í gróðaskyni (við þurfum á fleiri þannig fyrirtækjum að halda í þessu samfélagi gróðafýsnar sem við lifum í) og heldur reglulega tónleika þar sem fram koma alls konar listamenn, atvinnulistamenn og "amatörar" og fá þar margir að stíga sín fyrstu skref í átt að frægð og frama. Allt þetta í notalegu umhverfi húss með sál.
Sirkus er skemmtistaður. Hann er lítill og þröngur en þar skapast ótrúleg stemmning þegar góð tónlist er spiluð. Auk þess hafa margar hljómsveitirnar og aðrir tónlistarmenn stigið á stokk í bakgarði hússins á góðum sumardögum og -kvöldum. Þar eru líka haldnir flóamarkaðir á sumrin.
Þessi tvö hús skapa í sameiningu götustemmningu sem finnst varla annars staðar í borginni og með því að rífa þau og byggja verslunarhúsnæði er verið að gera að engu þessa ótrúlegu upplifun. Ef fram heldur sem horfir mun enginn hafa ástæðu til að fara í miðbæinn til að versla því það er hægt að fá sömu tilfinningu í Kringlunni eða Smáralind og þar er þó nóg að bílastæðum og hægt að vera inni í friði fyrir veðri og vindum.
Ég leyfi mér að biðja þig, fyrir hönd þeirra sem hafa notið verunnar í miðbænum (eða það sem eftir er af honum), að hugsa þig vel um áður en þú heimilar niðurrif á þessum húsum og fleirum. Farðu í góðan göngutúr í miðbænum, ekki bara frá bílnum og inn á skrifstofu, heldur frá Hlemmi og niður Laugaveginn, áfram Bankastrætið, líttu upp eftir Skólavörðustíg stundarkorn, haltu svo áfram Austurstrætið og gakktu yfir Austurvöll áleiðis til skrifstofunnar. Eftir þetta, hugsaðu þig um: hvað er það sem gerir miðbæinn að því sem hann er? Eru það nýbyggingarnar eins og húsið sem stendur þar sem Stjörnubíó stóð? Eru það steinkassarnir frá því um miðja síðustu öld eins og hús Máls og Menningar, eða eru það gömlu, mis-fallegu, húsin frá lokum 19. aldar og upphafi þeirrar 20.? Mistökin sem eru um það bil að eiga sér stað í Reykjavík hafa áður verið gerð í öðrum löndum, hví ekki að læra af þeim og hlúa frekar að gömlu, mis-fallegu húsunum og gera þau öll falleg?
Bestu kveðjur,
Sigrún Vala Þorgrímsdóttir, nemi og íbúi í miðbænum.
Dægurmál | 27.1.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég óska öllum vinum mínum, skólafélögum, fjölskyldu og sambloggurum árs og friðar.
Gleðileg jól og farsæld á komandi ári!
Takk fyrir gamla/gömlu og megi þau verða möööööörg í viðbót.
Bloggar | 24.12.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var í partýi hjá bekkjarsystur minni á Hverfisbarnum s.l. laugardagskvöld. Við drukkum bjór sem var í boði afmælisbarnsins og höfðum það gaman. Allt í einu, um eittleytið, sagði Karólína: nei, Hakan!!! Ég leit við og þar stóð Hakan og tjáði mér að Þórgnýr kæmist ekki inn vegna þess að það væri dresskód. Vilborg, sú sem átti afmæli, ákvað að taka málin í sínar hendur og fór að tala við dyravörðinn. Hún var sko ekki á þeim buxunum að við værum að fara og tókum við því til við að reyna að sannfæra dyravörðinn um að Þórgnýr væri í raun mjög vel klæddur. "hann er í APPELSÍNUGULRI lopapeysu!!!" sagði dyravörðurinn og þóttist vera stórhneykslaður. "ÉG prjónaði þessa peysu og lagði mikinn metnað í hana, skal ég segja þér" æpti ég. "svo er hann í stuttermabol undir og antíkvesti frá Iðunni! Í hverju ert þú undir? AHAAA!!! Stuttermabolur!" "já en ég er í Hugo Boss utanyfir" vældi dyravörðurinn. "Mér er alveg sama, þú ert í svörtum stuttermabol undir!". "Hann má koma inn ef hann fer úr lopapeysunni" Þá var mér nú nóg boðið. Eins skemmtilegt og það var í afmælinu, þá er Hverfisbarinn einkar slísí og leiðinlegur staður með leiðinlega tónlist og ég sagðist ekki láta bjóða mér svona. Ég Kvaddi Vilborgu og stormaði burt með Þórgný og Hakani. Þórgnýr sagði mér að á meðan hann mátti ekki fara inn þá hleyptu þeir gaurum sem voru í forljótum rúllukragapeysum og hvítum stuttermabolum inn. Við hneyksluðumst á þessu um stund, það var greinilegt að eina ástæðan fyrir því að þeir hleyptu honum ekki inn var að þeir fíluðu ekki lopapeysuna (það er hægt að sjá hana í myndaalbúminu merktu prjónaskapur). En í raun björguðu þeir kvöldinu, því að, eins og áður sagði, þá er Hverfisbarinn einkar leiðinlegur staður. Við fórum á Kofann þar sem vinkona okkar var að DJ-ast og við dönsuðum Lindy Hop frameftir morgni.
Bloggar | 10.12.2007 | 10:23 (breytt kl. 10:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Færsluflokkar
Tenglar
Snjallt
- Dohop.com-blogg Vikulegt blogg eftir mig birtist hér.
- Hending Heimasíða nemendafélags táknmálsfræðinema
- Félag heyrnarlausra
- HÍ
- Lindy Hop Samfélag Lindy-hoppara á Íslandi
- Mæspeis-síðan mín Þið þekkið öll mæspeis...
- The out campaign Trúleysingjar, út úr skápnum!!!
- Trúarlegar teiknimyndasögur religiouscomics.net
- Then Iceland eða The Niceland? Túristasíða systur minnar
- Málaskólinn Frú Mínerva Systa kennir spænsku
Vinir og vandamenn
- Olle Axen Sænski víkingurinn minn
- Karólína Aldavinkona
- Sigrún Litla vinkonan mín
- Ásrún
- Atli Viðar hinn snjalli
- Solveig í Japan Solveig í japan
Myndaalbúm
Myndir úr mínu lífi og annarra
- Myndasería 1 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007
- Myndasería 2 Myndir úr fríi í Kosta Ríka í júní 2007-partur 2
- Flickr-síðan mín Nokkrar vel valdar myndir
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar